Heil og sæl
Tímabilið hjá 4.flokki 2008-09 lauk á laugardag með uppskeruhátíð yngri flokka FH í Kaplakrika. Daginn áður hafði flokkurinn tekið síðustu æfinguna á aðalvellinum í Kaplakrika og var keppt í ýmsum greinum þar sem þeir "Appelsínugulu" fóru með sigur af hólmi. Eftir æfingu var farið í Lækjarskóla, borðað og tímabilið gert upp með ýmsum "verðlaunum". Á lokahófinu á laugardag voru eftirfarandi heiðraðar: Viktoría Valdís Viðarsdóttir FH-ingur ársins, Sólveig Eggertsdóttir mestu framfarir og Erla Gestsdóttir með bestu mætinguna. Daginn áður hafði Elva Ástþórsdóttir fengið viðurkenningu fyrir að vera markadrottning 4.flokks á tímabilinu.
Fjórði flokkur í ár var skipaður að mestu leikmönnum sem voru á yngra ári. Leikmannahópurinn var í upphafi árs um tuttugu og fimm leikmenn og bættust við leikmenn þegar líða fór á veturinn. Leikmenn fæddir árið 1995 voru því miður einungs fimm talsins, þar af tveir til þrír í byrjunarliði. Fjórir leikmenn á eldra ári í fimmta flokki spiluðu með bæði A og B-liði fjórða flokks og styrktu liðið til muna.
Liðið æfði fjórum sinnum í viku allt frá byrjun október í fyrra og fyrir áramót lék liðið sex æfingaleiki. Eftir áramót tók liðið þátt í Goðamóti Þórs á Akureyri og tefldum við fram þremur liðum og stóðum okkur vel. Í Faxaflóamótinu sendum við tvö lið til keppni. A-liðið lenti í 3-4 sæti en B-liðið í öðru sæti hársbreidd frá því að vinna mótið. Í lok júlí tók liðið þátt í Rey-Cup í Laugardalnum þar sem bæði lið lentu í sjöunda sæti þar sem vítaspyrnukeppnir fóru illa með okkur.
Í allt sumar stóð Íslandsmótið yfir og má segja að liðið hafi staðið undir væntingum. A-Riðilinn var gríðarlega sterkur og lenti A-liðið í fimmta sæti af tólf liðum sem er viðunandi árangur. B-liðið lenti í öðru sæti í A-Riðli og lenti í þriðja sæti í Íslandsmótinu og getum við vel við unað með þann árangur.
Í lok sumarsins fór liðið í sína aðra ferð til Akureyrar og tók þátt í Íslandsbankamótinu og lenti A-liðið í þriðja sæti og B-liðið í öðru sæti í keppni B-liða :)
Leikmenn fjórða flokks í ár náðu því að spila mikið af leikjum í ár og á sú reynsla eftir að styrkja sérstaklega þá leikmenn sem eru á yngra ári í flokknum fyrir næsta tímabil. Þær stúlkur sem eru að kveðja flokkinn og fara í 3.flokk - Viktoría, Halldóra, Kristrún, Anna Karen og Elva - óskum við góðs gengis í framtíðinni, þökkum fyrir árið og að sjálfsögðu eigum við Kári og Svavar(frá Danmörku) eftir að fylgjast vel með ykkur í vetur.
Ljóst er að 4.flokkur verður mjög fjölmennur á næsta tímabili en um tuttugu leikmenn eru að ganga upp. Leikmannahópurinn verður því fjölmennur og þjálfarateymið verður það sama en einn leikmaður úr meistaraflokki kvenna verður einnig með okkur.
Nýtt tímabil hefst á fimmtudaginn með æfingu í Risanum klukkan 19:30 og stendur æfingin yfir til 21:00. Mikilvægt að allir mæti og sér í lagi þeir leikmenn fæddir 1997.
Að endingu þakka ég öllum leikmönnum fyrir tímabilið og síðast en ekki síst þakka ég öllum þeim foreldrum sem lögðu hönd á plóg í ár fyrir samvinnuna og vona að við höldum áfram á sömu braut.
Kv. Þórarinn B. Þórarinsson
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
hæhæ,
er búin að vera mikið veik og er ekkert búin að komast á æfingar ég var alveg að frískast um helgina og var að fara að byrja að mæta á æfingar en þá veiktist ég aftur og er mjög veik núna þannig að ég kemst örugglega ekki á æfingu á fimmtudaginn.
-Helga
Kemst ekki á æfingu í dag (fimmtudag) er veik
-Erla
kemst ekki á æfingu í dag / fimtudag .. oktavia
ég kemst ekki á æfingu í dag (fimmtudag) :(
hvaða dögum eru æfingar á
Post a Comment