Monday, September 28, 2009

3. fl. æfingahlé ... eitt og annað

Eftir langt og skemmtilegt sumar verður æfingahlé næstu vikurnar.
Afreksskólinn fer þó af stað í næstu viku og þetta árið eru allir leikmenn eldra árs (1994) í 3ja skráðir í skólann. Þar er æft tvisvar í viku svo ekki eruð þið alveg lausar frá störfum.
Leikmenn sem nú ganga upp í þriðja (1995) eru boðnir sérstaklega velkomnir og er það tilhlökkunarefni að kynnast þeim betur.
Æfingar hefjast að nýju um miðjan næsta mánuð en áður er boðað til fundar þar sem þjálfarar, foreldrar og leikmenn geta ráðið ráðum sínum fyrir komandi tímabil. Nánar síðar!
Fylgist með hér á síðunni því þrátt fyrir æfingahlé má búast við tilkynningum er varða flokkana.

kv. Davíð

No comments: