Stelpurnar í 3ja unnu góðan sigur á Val í fyrsta leik í Íslandsmóti í kvöld í Krikanum.
Ólíkt því sem var á skaganum, fyrir fáeinum vikum síðan, þá komu FH-stelpurnar mun ákveðanari til leiks. Frá fyrstu mínútu var ljóst að FH ætlaði sér sigur.
Í fyrri hálfleik lék FH undan vindi og sótti meir. Mörkin létu þó á sér standa og það var ekki fyrr en Kristín Guðmundsdóttir gerði vel í teignum, á 20. mínútu, að FH náði forustinni. Eftir það sótti FH grimmt en náði ekki að bæta við mörkum.
Í síðari hálfleik hefði mátt búast við því að dæmið snerist við... en það var ekki. Vissulega nutu Valsmenn nú góðs af því að haf vindinn í bakið en FH hélt áfram að sækja. Þær uppskáru svo þegar Íris Ösp slapp í gegn, eftir góðan undirbúning Ebbu Katrínar (skáta og vespueigenda úr Lækjarberginu), og setti boltann snyrtilega framhjá markmanni Valsmanna. Eftir markið sóttu Valsmenn í sig veðrið en náðu ekki skora. Lokatölur 2-0.
Þegar horft er yfir leikinn er einn þáttur í leik liðanna áberandi; FH vildi vinna. Þær voru hungraðar og tilbúnar til að leggja meir á sig. Valur er sterkt lið sem á án efa eftir vera í toppbaráttunni þegar líða tekur á mót. En í kvöld var FH liðið betra og uppskar í samræmi við það.
Eftir leik héldu stelpurnar á American Style í Hafnarfirði. Eitthvað segir mér að Birna Berg hafi skellt sér á tvöfalldan ostborgara.
Góður sigur í kvöld ...en munið að mótið er langt. Framundan er fjöldi leikja og úthaldið mun ráða úrslitum.
kv. Davíð
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
vildi bara láta vita að ég og elísabet komum kannski aðeins of seint á æfingu ..
erum að fara í M16 með skólanum og er ekki viss hvenær það er búið.
kv. Kristín
Góða skemmtun systur. Ef þið komið ekki í kvöld þá sjáumst við á fimmtudag.
kv. Davíð
haha tvöfaldur ef ekki þrefaldur neinei en heyrðu var búin að tala við þig um landsliðsæfingarnar ætlaði bara að minna á þær ef þú værir búin að gleyma þeim þannig ég kem ekkert í þessari viku, því miður :( en við sjáumst bara hress um helgina er það ekki í lagi ?
kv. birna burger
Post a Comment