Eftirfarandi orðsending var að berast frá kvennaráði og er ætluð leikmönnum fæddum ´91 og þeim leikmönnum sem léku með mfl. kv. í sumar.
Föstudaginn 28. september næstkomandi verður boðið til veislu. Hugmyndin er að þær stúlkur sem nú eru í 2. - og mfl. kv. sem og þær sem eru að ganga upp í 2. fl. setjist niður, borði góðan mat og ræði málin. Það er margt í deiglunni og spennandi hlutir framundan í kvennaboltanum. Skorað er á ykkur stúlkur að taka kvöldið frá og koma. Nánari upplýsingar um stað og stund verður auglýst síðar
kv. Kvennaráð knattspyrnudeildar FH
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hei tha kemst eg ekki:( Eg er brjalud;)
Kv.Iona
Post a Comment