Heil og sæl
4.Flokkur tók þátt í jólamóti Kópavogs þann 27.desember og sendum við þrjú lið til leiks. Tvö lið tóku þátt í b-liðsmótinu. FH2 var í A-riðli stóð sig með miklum sóma, gerði tvö jafntefli en tapaði þremur leikjum og var Marta Grétarsdóttir á skotskónum fyrir FH2.
FH1 var í B-riðli og fóru stúlkurnar rólega af stað. Í tveimur fyrstu leikjunum á móti Haukum og Ægi, náðu stúlkurnar ekki að koma knettinum í netmöskva andstæðinganna þrátt fyrir fjölda tækifæra og mikla yfirburði og gerði því tvö markalaus jafntefli. Í þriðja leik mættu þær Víkingi þá tókst þeim loks að brjóta ísinn og nýta loks eitt af þeim færum sem þær sköpuðu sér en Sunna Steinarsdóttir skoraði með miklum þrumufleyg. Í síðasta leik riðilsins mættu þær Breiðablik og ef þeim tækist að vinna þann leik þá myndu þær fara í undarúrslit. Það virtist vera nóg til að kveikja í þeim og unnu 3-0 með mörkum Jenný Jóhannesard., Maggý Lár og Söru Páls.Í undanúrslitum mættu þær HK og skoraði Ólöf Arnars í blálokin eftir þunga sókn, sem stóð yfir nánast allan leikinn. Í úrslitaleiknum mættu þær Haukum í sannkölluðum Hafnarfjarðarslag. Úr varð hörkuleikur sem fór í framlengingu þar sem við fórum með sigur af hómi eftir að Ólöf Arnars skoraði svokallað gullmark. Semsagt endaði FH1 uppi sem sigurveigari og fékk ekki á sig mark en stúlkurnar skiptust á að leika á milli stanganna á mótinu.
Í keppni A-liða var einungs einn riðill. Í fyrsta leik mættu stúlkurnar Haukum sem endaði með markalausu jafntefli eftir frekar andlausan leik. Eftir þann leik gáfu stúlkurnar heldur betur í og spiluðu glimrandi fótbolta það sem eftir var móts. Í næsta leik mættu stúlknar HK og sigruðu 2-0 með mörkum Þórdísar Sigfús og Sigmundínu Þorgeirsd. Síðan tóku við tveir leikir gegn Kópavogsstórveldinu Breiðabliki sem voru með tvö lið í keppni A-liða. Báðir leikirnir unnust, 2-0 og 3-0 með mörkum Sigrúnar Ellu Einarsd.3, Sigmundínu Þorgeirs 1 og Þórdísar Sigfúsd.1 .Í næsta leik mættum við Víkingi sem voru þá búnar að vinna alla sína leiki í mótinu og komu stúlkurnar mjög ákveðnar til leiks, slík var ákveðnin að eftir þriggja mínútna leik var orðin staðan orðin 3-0 en leikurinn endaði 4-0 með mörkum Ölmu Gythe 2 og Sigrúnar Ellu Einarsd 2. Í síðasta leiknum mættum við Selfoss og sigruðu stúlkurnar 2-1 með mörkum Þórdísar S. og Sigrúnar Ellu.Semsagt sigruðu stúlkurnar á mótinu með 16 stig af 18 mögulegum með markatöluna 13-1 en markið fékk Birna Berg á sig í blálokin og varð hún öskuvond að ná ekki að halda hreinu í mótinu.
Tvöfaldur sigur hjá stúlkunum og geta þær vel við unað. Úrslit og myndir er hægt að nálgast á jolamot.is
Kv. Þórarinn B. Þórarinsson 664 5887
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Sunna er sannarlega Steinarsdóttir en er skrifuð Stephensen...
Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir það gamla.
Ólöf er líka sannanlega Arnardóttir (ekki Arnars)
Kv. Guðrún G.
Post a Comment