Monday, January 02, 2006

4.Flokkur Fyrsta æfing ársins - Íslandsmótið innanhúss 8.janúar

Heilar og sælar stúlkur og gleðilegt ár!

Fyrsta æfing ársins verður á miðvikudaginn 4.janúar klukkan 16.00 í Risanum. Síðan verður æfing daginn eftir í Sörla á venjulegum tíma. Æfingataflan mun taka einhverjum breytingum í vikunni þar á eftir, til að mynda verður æfingarhópnum skipt í tvennt á fimmtudögum en ég mun fara nánar í það í lok vikunnar.

Við tökum síðan þátt í Íslandsmótinu innanhúss sunnudaginn 8.janúar á Akranesi þar sem við mætum Val, Leikni Reykjavík og ÍA. Þar sem leiktíminn er stuttur og eingöngu um þrjá leiki að ræða mun ég einungs taka sjö-átta leikmenn með en leikmannahópurinn verður kynntur á fimmtudag.

Kv. Þórarinn B.

1 comment:

Anonymous said...

Verður nokkuð einhvað skipt í dag:S uppi í Sörla? Og Þarna ég komast ekki á æfingu í gær vegna þess að ég var á nemendaráðsfundi :D En kem samt í kvöld en er æfingin ekki alveg
kl 19:30:S

Kv Alma Gytha