Tuesday, October 25, 2005

3. og 4. fl. Góðir sigrar um helgina

Stelpurnar í 3. og 4. fl. unnu góða sigra um helgina í haustfaxanum gegn Stjörnunni.

4. fl. B sigraði Stjörnuna 0-5 í Garðabænum á laugardaginn þar sem Þórdís Sigfúsdóttir fór mikinn og skoraði 4 mörk. Maggý bætti svo við 5. markinu í leik þar sem segja má að Garðbæingar hafi ekki séð til sólar.

3. fl. Sigraði einnig stjörnuna í Garðarbæ 0-6 með mörkum frá Valgerði og Lindu sem að báðar gerðu 2 mörk og Höllu og Guðrúnu (víti) sem að gerður sitt markið hvor. Einnig góður sigur þar og hafa 3. fl. stelpurnar þá unnið tvo fyrstu leiki sína.

kv. Davíð

3 comments:

Anonymous said...

hæhæ ingibjörg og Klara komast ekki á æfingu í kvöld - miðvikudaginn 26 október vegna karnivals í Ölutúnsskóla

Anonymous said...

Ég kemst ekki á æfingu í kvöld, miðvikudag
-Þórunn

Anonymous said...

hæ þetta er vala ég kemmst ekki í æfingu í dag.