Tuesday, May 03, 2011

FH-ingar Íslandsmeistarar á morgun

Á morgun kl. 19:30 fer fram mikilvægasti leikur í ár fyrir FH í mfl. kk. í handbolta. Þá mæta strákarnir Akureyri í úrslitaleik um titilinn í Krikanum. Liðið hefur verið frábært í vetur, sérstaklega síðari hluta mótsins þegar mest á reyndi. Strákarnir hafa komið sér í þessa stöðu á eigin forsendum, með mikill baráttu og nú er dollan í augsýn.


Nú er algjör skyldumæting hjá ykkur stelpur á leikinn í FH-búning. Davíð, Tóti og Kári munu mæta með kladdann, merkja við og reka ykkur heim ef þið eruð ekki í hvítu. Við látum ekki okkar eftir liggja og styðjum strákana til sigurs á mótinu í fyrsta skipti í 19 ár.


BIKARINN Í KRIKANN ÞAR SEM HANN Á HEIMA!!!

7 comments:

Anonymous said...

er veik þannnig kem ekki á æfingu kv kristrún

Anonymous said...

LIKE

Anonymous said...

Verður æfing á miðvikudaginn hjá 4.flokki ??

Anonymous said...

Hvenær koma liðin inn fyrir breiðabliksleikina á fimmtudaginn? :)

Anonymous said...

Æfing klukkan þrjú á morgun og við spilum vð Blika á fimmtudaginn.

Anonymous said...

Davíð ég er alltaf að passa á miðvikudögum frá 4-6..þannig ég kemst víst ekki á morgun á æfingu því miður kv.kristrún

Anonymous said...

ég mæti ekki á æfingu í dag, er ekki nógu góð í hnjánum til að vera mikið á gervigrasinu.. og svo þarf ég líka að læra fyrir próf:/
kv.dagbjört sól