Ekki náðu stelpurnar í 3ja að fylgja eftir sigri í síðustu leikjum. Þvert á móti þá steinlágu þær á skaganum 7-2 í dag.
Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur en FH leiddi 0-2 í leikhlé. Þá höfðu stelpurnar spilað þokkalega, haft góð tök á leiknum og fengið nokkur góð færi.
Í síðari hálfleik féll botnin úr leik liðsins svo að um munaði. Eflaust eru einhverjar skýringar á því en við látum það liggja milli hluta. Þess í stað mæta stelpurnar í næsta leik staðráðnar í því að sanna sig.
Mörk FH skoraði Elva Björk.
Næsta æfing er ekki fyrr enn á þriðjudaginn. Því gefst góður tími til að sleikja sárin og pússa skóna.
kv. Davíð
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment