FH gerði jafntefli gegn sameiginlegu liði ÍBV og KFR í frábæru veðri á gervigrasinu í Krikanum í gærdag. Guðrún Höskuldsdóttir kom FH yfir snemma í leiknum eftir frábæra hornspyrnu frá Öldu Ólafsdóttur en eyjastúlkur jöfnuðu og komust yfir skömmu síðar. Elva Björk jafnaði hins vegar leikinn fyrir skömmu fyrir leikhlé með laglegu skoti eftir að hafa hrist af sér varnamann gestanna.
Í síðari hálfleik náði hvorugt liði að skora þó að bæði lið hafi sannarlega fengið færin. Lokatölur 2-2.
Leikurinn var jafn og skemmtilegur. FH stelpurnar léku á köflum vel á köflum og komu til baka eftir að lenda undir sem er alltaf gott. Þær settu svo góða pressu á ÍBV í lokin og fengu færi til að sigra leikinn. Pressan hefði hins vegar mátt koma fyrr og jafntefli verða að teljast sanngjörn úrslit.
Nú tekur við leikjahlé fram að Íslandsmótinu sem hefst þann 23. maí með leik gegn HK í Krikanum. Leikjaniðurröðun í Íslandsmótinu er aðgengileg hér til hliðar <<<---.
Framundan er hins vegar æfingaferð til Þorlákshafnar með 3. fl. kk. um komandi helgi. Nánar um það á morgun.
kv. Þjálf.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
það eru próf vikuna eftir :S ömurleg helgi til að fara
og ekki sniðugt að fara með strákunum haha sumar grimmar í hópnum
er afreksskóli á morgun? :)
er afreksskóli á morgun? :)
Verður æfing, það er Evróvision ????
Er ekki eurovision i kvöld á sama tíma og æfingin er? :-)
hahah hver er ekki að djóka! eurovision er ömurlegt, það þarf enginn að horfa á það.. æfing er good shit!:-D
kv.dagbjört:-D
kem ekki a æfingu a eftir :/
Oktavia
kemst ekki á æfingu á eftir þriðjud. :s
-Hrafnhildur
Post a Comment