Friday, April 15, 2011
3. fl. Sigur á HK
Stelpurnar í 3ja unnu góðan sigur á HK í Kórnum í dag. Fyrri hálfleikur var mjög góður - stelpurnar héldu boltanum vel og þær fengu fjölda færa. Staðan í hálfleik var var 0-3 fyrir FH. Í síðari hálfleik fann FH ekki taktinn en hélt þó áfram að fá færi. Það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu 2 mörk undir lok leiksins. Lokatölur 2-3. Þrátt fyrir ágætis veður (í fyrsta skiptið á leikdag í langan tíma) þá var völlurinn þungur og þakin snjó að hluta. Það hafði að sjálfsögðu áhrif á leik liðinna en stelpurnar gerðu eins vel og þær gátu og sigurinn var sanngjarn. Það sem upp úr stendur er hversu vel FH hélt boltanum innan liðsins gegn góðu liði. Markaskorar voru þær Tinna (2 mörk) og Alda 1.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment