Friday, October 02, 2009

Foreldrar lesið!!! Eftirfarandi skilaboð voru að berast.

Ný leið við niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi

SKRÁÐU ÞIG INN Á ÍBÚAGÁTTINA OG KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

Frá árinu 2002 hefur Hafnarfjarðarbær greitt niður þátttökugjöld fyrir börn
og unglinga í æskulýðs- og íþróttafélögum í Hafnarfirði. Fjölbreytni í íþrótta-
og tómstundastarfi í Hafnarfirði er mikil og allir ættu að geta fundið
áhugamálum sínum góðan farveg.
Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulagi niðurgreiðslunnar að staðfesta þarf
þátttöku viðkomandi barns í íþrótta- eða tómstundastarfi, í Íbúagáttinni á
hafnarfjordur.is.

Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2009 er til og með 15.
október. Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður
barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna
þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni
en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 og hjá
Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555 2300.
Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér málið.

No comments: