Heil og sæl
Fyrsta æfingin í gær tókst með eindæmum vel. Tuttugu og níu leikmenn voru mættir og tóku vel á í Risanum en ellefu voru fjarverandi. Það er því ljóst að fjórði flokkur í ár verður með fjölmarga leikmenn innanborðs.
Við munum æfa fjórum sinnum í viku í vetur, tvisvar í Risanum, einu sinni á gervigrasinu og einu sinni á Ásvöllum. Við leggjum áherslu á leikmenn mæti vel á æfingar enda er mikil samkeppni í liðinu og er það vel.
Æfingarnar á þriðjudögum gætu færst yfir á miðvikudaga og æfingarnar á sunnudögum gætu verið seinna um daginn. Nánar síðar.
Æfingarnar eru eftirfarandi:
Mánudagar: Risinn. 15:30-17:00
Þriðjudagar. Gervigras. 17:00-18:00
Fimmtudagar. Risinn. 19:30-21:00
Sunnudagar. Ásvellir. 13:00
Við byrjum á Ásvöllum 11.október og því er ekki æfing á sunnudaginn en næsta æfing er á mándaginn í Risanum. Æfingataflan er sýnileg hér til hliðar á síðunni.
Kv. Þórarinn B.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
er ég í lagi að ég fari hálftíma fyrr af æfingunni? :O
-Birta
Ekkert mál.
Kv. Tóti
Takk:)
ég kemst ekki á æfingu í dag er búin að vera veik :( kv.guðrún
þriðjudagur 6. okt.
Sæll Tóti, er hægt að spila á gervigrasinu eftir snjókomuna? Eða verður æfingin færð?
Post a Comment