Monday, June 22, 2009

Tvær FH-stelpur með u17 til Svíþjóðar

Þorlákur Árnason þjálfari u17 ára landsliðs Íslands hefur valið lokahóp sinn fyrir Norðurlandamót sem fram fer í Svíþjóð um komandi mánaðarmót. 3. fl. kv. á tvo fulltrúa í þeim hópi en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Aldís Kara Lúðviksdóttir.
Auk þeirra er FH-ingurinn Þórdís Sigfúsdóttir sem nú leikur með Blikum í hópnum en hún er stelpunum að góðu kunn.

Við þjálfarar óskum leikmönnunum til hamingju og vonumst til þess að þeim gangi vel á mótinu.

Sjá nánar á: http://www.ksi.is/

3 comments:

guðný said...

innilega til hamingju stelpur mínar, áttuð þetta svo skilið :D

Anonymous said...

til hamingju stelpur mínar
standið ykkur :D
-elísabet

Anonymous said...

til hamingju stelpur :D !
standið ykkur vel og góða skemmtun !
/ Kristín Guðmunds.