Heil og sæl
Selfossferðin verður farin í næstu viku og munum við væntanlega fara næstkomandi fimmtudag, 9.júlí og koma heim daginn eftir. Allar upplýsingar um ferðina verða staðfestar í síðasta lagi á morgun.
A og B-lið spiluðu gegn Fjölni á fimmtudaginn í Kaplakrika og var uppskeran rýr hjá B-liðinu en A-liðið náði í sigur.
B-liðið lék sinn slakasta leik frá því í haust en liðið var reyndar að leika án fjölda leikmanna. Fyrri hálfleikur var reyndar í fínu lagi hjá okkar mönnum en þær nýttu ekki færin sín og voru undir í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks jafnaði hin eldfljóti kantmaður úr 5.flokki, Hildur María, með góðu skoti. En þá virtist slokkna á okkar mönnum og Fjölnir gekk á lagið og vann sanngjarnan sigur 1-3.
A-liðið lék hins vegar mjög vel á fimmtudaginn en tvær stúlkur úr 5.flokki voru í byrjunarliðinu ,Hafdís og Nótt og stóðu þær sig mjög vel. Liðið lék mjög vel út á vellinum og náði eins og í síðustu leikjum að skapa sér mikið af færum. Vörnin var þétt og er búin að spila vel í síðustu leikjum. Leikurinn endaði síðan með 5-0 sigri og voru markaskorarar: Elva Ástþórs með þrennu, Viktoría Valdís og Alda Ólafs með eitt mark hvor.
B-liðið spilar á morgun, miðvikudag, við Breiðablik 1 á Versalavelli (við nýju sundlaugina í Kópavogi). Mæting er klukkan 16:15 en leikurinn hefst klukkan 17:00.
Margir leikmenn sem spilað hafa með B-liðinu eru í fríi og því er mikilvægt að láta mig vita hvort þið getið ekki mætt á morgun. Hópurinn er eftirfarandi: Giovanna, Helga, Sólveig, Hrafnhildur, Konný, Bergdís, Katrín, Bryndís, Birta, Anna Karen og Erla og Dagbjört munu einnig spila.
Nokkrar A-liðsstelpur munu spila með B-liði 3.flokks á morgun á móti liði Selfoss en allar stelpur í A-liði geta mætt á 3.flokks æfingu í kvöld á efra grasinu klukkan 20.00. Ég verð á svæðinu.
Æfinga og leikjaáætlun næstu daga.
30.jún. Þriðjudagur. 3.Flokksæfing. 20:00 Efra gras. A-liðstelpur úr 4.flokki velkomnar
1.júlí. Miðvikudagur. Breiðablik-FH B 17:00 Versalavöllur.
2.júlí. Fimmtudagur. Risinn 19:00
3.júlí. Föstudagur. Efra gras. 15:00
5.júlí Sunnudagur. Efra gras. 17:00
6.júlí Mánudagur. A-lið FH-Breiðablik. Kaplakriki 17:00 ATH-Ekki staðfest.
B-lið Fylkir FH. Fylkisvöllur 17:00
8.júlí. Miðvikudagur. Hvaleyrarvatn 16:30
9.júlí. Fimmtudagur. Selfossferðin.
Kv. Þórarinn B.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
21 comments:
hvenær förum við á selfoss ? :/
//guðrún
það stóð 9 júlí
verður ekki æfing fyrir a lið miðvikudaginn
hææ ... heyrðu ég kemst ekki á selfoss því ég er að fara í veiði :(
-Giovanna
Hæ,kemst líklegast ekki að keppa á mrg.
-DagbjörtSól
hææ eg komst ekki áðan á æfingu með 3. flokk því ég var bara að sjá þetta núna og klukkan er orðin 9 :S og lika kemst ekki á selfoss...verð á ættarmóti :(
- Alda
er æfing á miðvikudaginn
Hæ,heyrðu ég kemst alveg að keppa í dag;)
þetta var bara smá misskilningur.
Kv.DagbjörtSól
Getur einhver gefið mér far á leikinn?
er b liðið okkar að fara að keppa við a liðið þeirra
jább
en er A liðið þá að fara að keppa á móti sama liði og B liðið
er völlurinn gras eða gervigras
hææ þetta eru alana og guðrún , við komumst ekki á æfingu [fimmtud. 2 júlí] erum að fara í afmæli .
Hjá hverjum eru þið að fara í afmæli hjá ?????????????
Hæhæ,,
kemst ekki á æfinguna á morgun (fös.) og heldur ekki á sunnudaginn útaf því að er að fara eitthvert á Strandir ;s
En reyni samt að vera komin á mánudaginn fyrir leik (:
Kv.
Gabríela (:
er selloss ferðin 9-10 ?
-Birta
hæ ég er að fara í sumarbústað á morgun og kem ekki heim fyrr en á föstudaginn held ég þannig ég kem ekki á æfingar né leiki fyrr en þá ..
-dagmar
kemst ekki á æfingu í dag
-bryndís sunna
hvernig verður þetta með leikinn á móti breiðablik?
eg fatta ekki entha er æfing eða ekki ?
kristrun
Post a Comment