Saturday, June 20, 2009

3. fl. Sigur í Eyjum

Stelpurnar í 3ja sigruðu Eyjamenn í Bikarnum á Týsvellinum í Eyjum í gær.

Leikurinn fór vel af stað fyrir FH sem fékk fjölda færa og skoruðu fyrsta mark leiksins á um miðbik fyrri hálfleiks. Við markið efldust heimamenn sem komust betur inn í leikinn þegar líða tók á og skoruðu svo gott mark rétt fyrir leikhlé.

Í Síðari hálfleik kom FH ákveðnari til leiks og boltin var lengstum á vallarhelmingi ÍBV. Stelpurnar uppskáru fjölda færa og tvö mörk. Heimamenn skoruðu svo síðasta mark leiksins undir lokin, lokatölur 2-3.

FH sat hjá í fyrstu umferð sem ríkjandi bikarmeistarar. Með sigrinum er liðið komið í 8 liða úrslit sem hefst 11 júlí. Dregið verður á næstu dögum.

1 comment:

Anonymous said...

vúhú 8 liða úrslit !!
vel gert stelpúr :)
Birna Berg (sem var heima á meðan þið voruð að spranga :()