Heil og sæl
Íslandsmótið fer vel af stað hjá 4.flokki í ár. A-liðið búið að spila þrjá leiki, vinna tvo og tapa einum. B-liðið er búið að spila tvo leiki og vinna þá báða.
Síðastliðinn mánudag lék A-liðið gegn Fylki þar sem liðið lék mjög vel. Engu að síður þá er liðið ansi lánlaust fyrir framan markið og um tíma héldum við þjálfarar að boltinn æltaði aldrei að fara inn. Í hálfleik staðan 1-0 fyrir okkur en Fylkir jafnaði leikinn jafnharðan í byrjun seinni hálfleiks með sínu fyrsta skoti á markið. Við þetta mark efldust Árbæjardömur og komust inn í leikinn en okkar stúlkur héldu áfram að sækja og náðu að setja fjögur mörk í seinni hálfleik og uppskáru góðan sigur. Í raun spilaði liðið mun betur í fyrri hálfleik en í þeim seinni þótt liðið skoraði fjögur mörk. Liðið skapaði sér aragrúa af marktækifærum og oft eftir gott samspil.
Markaskorar: Elva Ástþórs 3 mörk, Alana Steinars 1 mark og Bryndís Jóhannesd. 1 mark.
B-liðið lék gegn Breiðablik 2 í síðustu viku og var sá leikur sögulegur svo ekki sé meira sagt. Í fyrra lék A-liðið á sama velli einn furðulegasta fótboltaleik sem undirritaður hefur stýrt þar sem leikar enduðu 5-5. Marga leikmenn vantaði í liðið frá síðustu leikjum og var liðið algjörlega sofandi í fyrri hálfleik þar sem Breiðablik leiddi með 3-1. Seinni hálfleikur var allt annar og lék liðið feykilega vel. Breiðalblik komst þó í 4-1 en kom ótrúlegur kafli og á 10 mínútum jafnaði liðið leikinn og í blálokin skoraði hin knáa Katrín Ólafs sigurmarkið.
Markaskorar: Konný Páls 2 mörk, Alda Ólafs 2 mörk og Katrín Ólafs 1 mark.
Það verður æfing í dag og síðan verður næsta æfing á mánudaginn. Bæði A og B-lið eiga að spila við Fjölni í næstu viku, A liðið átti að spila á mánudag og B-liðið á föstudaginn en þess í stað verða báðir leikirnir spilaðir á sama deginum. Sá leikdagur verður væntanlega á fimmtudaginn en kemur í ljós á seinna í dag.
19. júní . Föstudagur. 15:00. Efra gras.
20.júní. Laugardagur.12:00. 3.Flokkur B leikur gegn Þór í Kaplakrika. A.m.k fimm leikmenn úr 4.flokki spila á morgun.
22. júní. Mánudagur. 18:00. Risinn
24.júní. Miðvikudagur. 16:30 Hvaleyrarvatn
25.júní. Fimmtudagur. A og B-lið spila gegn Fjölni að öllum líkindum. Verður uppfært í dag.
Kv. Þórarinn B.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
hææ þetta eru alda og katrín...
vorum að spá
hvað þýðir knáa ?????? :S
ég kem á æfingu en ég kemst örugglega ekki að keppa ef leikurinn er á föstud. því ég er að fara á ættarmót en ef að leikurinn verður á fimmtud. þá kemst ég ;)
kv. Helga
plís ekki hafa leikinn á fimmtudaginn þá kemst eh ekki
-Birta
hæ komst ekki a æfingu i ag lenti i slysi a hjoli og hondin min er alveg bara i ruglinu .. get ekkert notad hana . kv.kristrun
en thad erdur ssamt alveg i lagi með mig..:D
hææj hvenar á aftur að mæta að keppa á morgun..??
-Alda
hálf 12 held ég
-bryndís
okei takk :D
hey eg er olbigabrotinn eg ma ekki fara i iþrottir fyrr en eftir manuð er i gifsi :S en jaa kem eftir manuð - kristrun
kristrún klaufabárðuur!!
en er nokkuð rúta á hvaleyravatn eins og í fyrra??
kv; viktoría
Post a Comment