Tuesday, May 26, 2009

Vík í Mýrdal 29. maí - 1. júní


Jæja stúlkur nú fer að styttast í að Suðurlandið njóti krafta okkar um stund.

Í stuttu máli sagt þá leggjum við af stað kl. 15:00 á föstudag. Komum okkur fyrir í skólanum um kvöldið og þá verður grillveisla.

Á laugardag og sunnudag æfum við tvisvar á dag og tökum eina æfingu á mánudagsmorgni.

Það verður ýmis afþreying í boði við förum t.d. í klettasig og ekki er loku fyrir það skotið að við förum í létta fjallgöngu. Við verðum með kvöldvöku á laugardags- og sunnudagskvöldi og einnig munu þjálfararnir bjóða upp á spurningakeppni ársins! Hef heyrt líka að strákarnir séu búnar að skora á ykkur í leik!

En nú verðið þið að fara að hugsa um skemmtiatriði. Við búumst við miklu af ykkur!

Við gistum í skóla þ.a. þið verðið að hafa með ykkur dýnur og sængur. Þið fáið heitar máltíðir í hádeginu og á kvöldin. Við græjum fyrir ykkur morgunmat, síðdegishressingu og kvöldkaffi.

Við höfum aðgang að íþróttasal, heitum potti, sparkvelli og golfvelli.

það verða allir að vera búnir að ganga frá greiðslu á miðvikudag. Við þurfum nauðsynlega að vita nákvæman fjölda þá.
Ferðin kostar 17.000 krónur sem ég held að sé vel sloppið miðað við hvað við fáum. Það verður að leggja þessa upphæð inn á reikning unglingaráðs FH 140 - 26 - 60122, kennitala: 570706-0120

Ath. að skrifa í skýringu hvaða leikmaður sé að borga.

Ef að þið eða foreldrar ykkar hafið einhverjar spurningar þá ekki hika við að hringja í mig síma 698 1361

4 comments:

Anonymous said...

getum við ekki farið í sund þarna ?
-HelgaS.

Anonymous said...

Boðið verður upp á dýfingar og sundballet.

kv. Davíð

Bloggarinn said...
This comment has been removed by the author.
Bloggarinn said...

Það væri nú ekki verra að símanúmerið sem gefið er upp væri opið Davíð:-)
En 34.000 kr!!!! Þetta er náttúrlega bara bull.
Var að enda við að borga 17.000 fyrir skólaferðalag og svo þetta núna.
Var ekkert eftir í neinum söfnunarsjóðum, og er enginn tvíbura afsláttur?