Tuesday, May 26, 2009

3. fl. Sól og blíða í fyrstu leikjum

Það er óhætt að segja að 3. fl. hafi farið vel af stað í fyrstu leikjum í Íslandsmótinu gegn Val1&2. FH1 vann 5-1 og FH2 8-0.

FH1 hafði undirtökin í fyrri hálfleik og í leikhlé var staðan 4-0 okkar stelpum í vil. Í síðari hálfleik komst Valur betur inn í leikinn og skoruðu 1 mark. FH bætti hinsvegar við marki í lokin og innsigluðu sigurinn. Markaskorarar FH voru þær systur Elísabet og Kristín (2 mörk) og Aldís Kara (2 mörk).

FH2 fylgdi svo í kjölfarið og vann 8-0 sigur þar sem allar stelpurnar áttu mjög góðan leik. Markaskorarar hafa aðeins skolast til en Högn, Helga, Hulda, Elín, Viktoría og síðast en ekki síst Kamila skoruðu fyrir FH. Hafi ég gleymt einhverjum er viðkomandi vinsamlegast beðinum um að leiðrétta þann leiða misskilning.

Góð byrjun á mótinu sem vonandi blæs byr í seglin fyrir átökin í sumar.

kv. Davíð

No comments: