Heil og sæl
Síðustu daga hefur hópurinn stíft og flestir leikmenn búnir að skila sér úr fríum um heiminn þó svo að enn eru einhverjir leikmenn fjarverandi.
Síðustu daga höfum við æft í hádeginu og á morgun, miðvikudag, þá byrjum aðeins fyrr eða um 11:00 og er æfingin í Risanum ef það er vont veður en annars færum við okkur út á efra grasið.
Fyrsti leikurinn í tæpan mánuð verður á fimmtudag í Grindavík og hefst hann um það bil 15:30. Mæting í leikinn á fimmtudag er klukkan 14:45 en við reynum að byrja leikinn sem allra fyrst þar sem Aston Villa bíður eftir okkur á Laugardalsvellinum. Þjálfarar minna leikmenn á að haga undirbúningi fyrir leik á "réttan" hátt.
Hópurinn eru eftirtaldir leikmenn: Harpa, Sissa, Helena, Kamila, Birna, Guðný, Elín, Aldís Kara, Ýr, Magnea, Högna, Viktoría, Hafdís, Vala , Sesselja, Guðrún og Helga.
Minnum leikmenn á að við drögum út eftir æfinguna á morgun hvaða stúlkur verða boltasækjarar á FH-Aston Villa.
Kv. Þórarinn B,
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hæ tóti ég gleymdi æfingunni í dag ég kemst ekki í æfingu næstu daganna út af því ég verð á ísafirði ég kem næstu viku heim
Post a Comment