FH og Breiðablik gerðu jafntefli við góðar aðstæður í sannkölluðum hörkuleik í Krikanum í kvöld. FH reið á vaðið og skoraði fyrsta mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks. Það gerði Kristín Guðmundsdóttir eftir frábæran undirbúning félaga sinna. Kristín lét vaða á markið úr þröngri stöðu og boltinn fór yfir markmann blika. Eftir það sóttu FH-ingar grimt og gestirnir áttu í vök að verjast. En fleiri urðu mörk FH ekki.
Í síðari hálfleik komust blikar betur inn í leikinn og gerðu sig líklega. Þær fengu svo dæmda vítaspyrnu sem þær nýttu til að jafna leikinn. Eftir það æstust leikar og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að tryggja sér sigurinn. Lokamínúturnar voru æsispennandi og þrátt fyrir þunga sókn FH og snarpar skyndisóknir blika tókst hvorugu liðinu að bæta við marki.
Sanngjörn úrslit? Það er ekkert til sem heita sanngjörn úrslit í fótbolta. Aðeins sigur, tap eða jafntefli. FH fékk sín færi til að klára leikinn en nýttu ekki. Þar við situr.
FH-stelpurnar spiluðu líklega sinn besta leik í sumar og augljóst var að allir leikmenn lögðu sig fram og sýndu hvað þeir gátu. Þrátt fyrir skúffelsið ... að fá ekki öll stigin, geta FH-ingar verið stoltar af stelpunum sínum. Þetta eru alvöru píur.
Framundan er lokahnikkurinn í löngu móti. Enn eru 15 stig í pottinum og með spilamensku eins og í kvöld eru stelpurnar til alls líklegar. En það er ljóst að ekki mega mörg stig tapast.
Næsti leikur liðsins er gegn KR, miðvikudaginn 13., kl. 17:00 á KR-velli. Að honum loknum er svo undanúrslitaleikur gegn Fylkir í bikarnum, sunnudaginn 17., á Fylkisvelli.
kv. Davíð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Davíð,, ég meiddi mig í mjöðminni í gær og á erfitt með að hlaupa, égverð bara sjá til hvort ég nái að hlaupa þennann hring á eftir.
kv. ebba
Post a Comment