Sunday, August 17, 2008

4.Flokkur. Dagskrá næstu vikuna og leikurinn gegn Grindavík

Heil og sæl

Í næstu viku spilum við a.m.k tvo leiki í A-liðum en það á eftir að koma í ljós hvenær B-liðið mun spila. Þar sem við treystum mikið á stúlkurnar úr 5.flokknum í B-liðinu þá er ljóst að við spilum ekki fyrr en í fyrsta lagi á föstudag þar sem 5.flokkur er að spila marga leiki í vikunni.
A-liðið á tvo hörkuleiki framundan, á móti Aftureldingu og Val.

Síðastliðinn fimmtudag mættum við Grindavík í þeirra heimabæ og var vel tekið á móti okkur þar. Leikið var á aðalvellinum við frábærar aðstæður og þar að auki flýttu heimamenn leiknum þannig að við gátum farið í Laugardalinn og séð FH-Aston Villa spila og þökkum við þeim kærlega fyrir það.
Leikurinn var mjög góður hjá stúlkunum sem uppskáru 7-0 sigur. Leikmenn voru staðráðnir í því að vinna leikinn og náðu oft upp mjög góðu spili. Fyrirliði liðsins, Guðný Tómasar, fór reyndar meidd af velli snema í fyrri hálfleik en við skulum vona að hún nái að jafna sig af meiðslum fyrir næstu leiki. Markaskorar voru eftirtaldir: Aldís Kara 4, Ýr 2 og Elín með þrumuskoti utan af velli.

Dagskrá næstu daga

Mánudagur. Risinn 15:00-16:10
Þriðjudagur. Risinn 12:00-13:00 ATH. Breyttur æfingatími
Miðvikudagur. 18:00. FH-Afturelding
Fimmtudagur. Risinn 16:00-17:15
Föstudagur. 17:00 Hlíðarendi. Valur- FH

Kv. Þórarinn B.

1 comment:

Anonymous said...

hahah skemmtil did ykkur .:7