Saturday, August 09, 2008

3. fl. Afturelding-FH 0-2


FH sigraði Aftureldingu í baráttuleik á holdvotum Tungubakkavelli fimmtudaginn síðastliðin. Leikurinn bar öll merki þess að aðstæður væru erfiðar, illa gekk að halda boltanum innan liðs og sendingar og móttökur voru ómarkvissar þar sem boltinn fleytti á vellinum. FH var hinsvegar fyrr til að skora en þar var að verki Kristín Guðmundsdóttir, á annarri mínútu, eftir góðan undirbúning Ölmu Gythu. Vel gert hjá Kristínu sem hafði bakið í markið, sneri við móttöku boltans og um leið var hún komin í stöðuna 1:1 og eins og sönnum markaskorara sæmir sett'ann framhjá markmanninum.
FH bætti svo við öðru marki fyrir hálfleik þegar Ebba Katrín veiddi upp boltann eftir klaufagang í vörn Aftureldingar og skoraði gott mark.
Síðari hálfleikur var frekar bragðdaufur og einkenndist af því að liðin skiptust á að vinna og tapa boltanum á miðsvæðinu.


En góð stig hjá stelpunum sem nú sem stendur eru í 3ja sæti A-riðils en margir leikir eru enn eftir og mikið af stigum í pottinum:



kv. Davíð

1 comment:

Anonymous said...

eigum við að ræða sendinguna mína á ebbu eða? :''D hahahah
snilld