
Þrjár stelpur úr 3. fl. hafa verið boðaðar til úrtaksæfinga á í hópi bestu leikmanna landsins fæddum 1993. Systurnar Elísabet og Kristín Guðmundsdætur auk Maggýar Lár. munu dvelja á Laugarvatni í góðu yfirlæti dagana 9. og 10. ágúst þar sem þær munu æfa og spila við bestu mögulegu aðstæður undir leiðsögn U17 ára landsliðsþjálfara kvenna Kristrúnu Lilju.
Þjálfarar FH óska stelpunum góðs gengis.
No comments:
Post a Comment