Monday, June 02, 2008

4.Flokkur. Sigur í fyrsta leik í Íslandsmótinu og æfingar næstu daga

Heil og sæl

A-liðið byrjaði Íslandsmótið með góðum sigri á Keflavík. Liðið lék heilt yfir ágætlega í leiknum en var ekki að klára færin sem liðið skapaði. Leikvöllurinn var reyndar ekki upp á marga fiska en liðið reyndi þó að láta boltann ganga við erfiðar vallaraðstæður. Keflavík komst yfir í leiknum en okkar stúlkur jöfnuðu í seinni hálfleik og skoruðu sigurmarkið í blálokin. Góður sigur hjá stúlkunum en við verðum að fara nýta færin betur í næstu leikjum. Markaskorarar: Sonja og Ýr.

Æfingar næstu daga.

Mánudagur. Gervigras/Risinn 17:30 Mæting upp á gras.
Þriðjudagur.Efragras/Risinn 17:00
Miðvikudagur. Efragras. 17:00

Æfingartafla fyrir sumarið verður gefin út í vikunni.

Kv. Þórarinn B.

8 comments:

Anonymous said...

Hey Tóti .. ég skoraði fyrsta markið ! :)

Anonymous said...

hæ komst ekki í dag .
kv.sesselja

Anonymous said...

hæ tóti kemst ekki í dag (þriðjudagur)
-sheela

Anonymous said...

hóst hóst elva x´´d

Anonymous said...

Hæ kemst ekki á æfingu í dag en ég kem á morgun.
Kv.Magga

Anonymous said...

ojj, takk !

Anonymous said...

hæ ég kemst ekki á æfingu í dag (miðvikud) og svo er ég að fara á fimmtudag í ferðalag í 10 daga og missi þá kanski af leik sem er ömurlegt.!
Kv.Magga

Anonymous said...

Hvenar kemur æfingartaflan fyrir sumarið ?