Stelpurnar í 3ja náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri gegn Val í síðustu viku en Fylkir sigraði FH 1-0 í blíðskaparveðri á gervigrasinu í Árbænum í kvöld. Fylkir var mun sterkari aðilinn framan af og verðskuldaði eins marks forystu í leikhléi. Okkar stelpur tóku sig hinsvegar taki í síðari hálfleik og mættu mun ákveðnari til leiks, héldu boltanum betur og sóttu meir. En allt kom fyrir ekki og Fylkir hrósaði sigri.
það er vissulega súrt að tapa stigum en hafa skal í huga að mótið er langt og einungis tveim leikjum lokið. Sannir íþróttamenn spýta í lófana og leggja harðar að sér þegar á móti blæs. Það ætla FH-stelpurnar einmitt að gera og sýna hvað í þeim býr gegn Aftureldingu í næstu viku.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hæhæ
ég ætla að fara á handboltaæfinguna í kvöld þannig að ég kem ekki á æfingu :S vonandi er það í lagi mæti bara á næstu æfingu kv. birna berg
Gangi þér vel með hávöxnum.
kv. Davíð
hææ .. kemst ekki á æfingu í dag þriðjudag
kv. Heidðís
en kem á mrg
Post a Comment