Wednesday, September 19, 2007

4. fl. kv. B-lið Íslandsmeistarar

Þau sögulegu tíðindi gerðust í síðustu viku að FH eignaðist sína aðra Íslandsmeistara í kvennafótboltanum í sumar. Hinn ósigraði 4. fl. kv. landaði öðrum titlinum í ár þegar B-lið þeirra varð Íslandsmeistari í Fagralundi á fimmtudaginn.

Leið FH að titlinum var sem fyrr segir taplaus en þær þurftu að fara í gegnum úrslitariðil ásamt Stjörnunni, Breiðablik og HK.

FH sigraði Stjörnun 1-o (Högna skoraði markið)

Breiðablik 2-0 (Sara Sigmundsdóttir skoraði bæði mörkin) og því dugði jafntefli gegn HK í lokaleik.

Sú varð raunin, FH og HK skildu jöfn í Kópavogi 1-1 (þar var Högna aftur á ferðinni með gott mark), og stelpurnar Íslandsmeistarar.

Við viljum óska stelpunum í 4. til hamingju með árangurinn í sumar en það er ljóst að með þessar stelpur í farabroddi þá er framtíðin björt í kvennaboltanum hjá FH.

kv. Davíð og stelpurnar í 3 ja.

No comments: