Heil og sæl
Á laugardaginn mættu Hlíðarendastúlkur i Krikann þar sem A-liðin öttu kappi og úr varð hörkuleikur. Vissulega voru aðstæður erfiðar, rok og rigning, en bæði lið stóðu sig með mikilli prýði. Eftir fyrri hálfleik voru stúlkurnar yfir 2-0 með mörkum frá Sigrúnu Ellu og Kristínu G. en undir lok fyrri hálfleiks fékk liðið aragrúa af tækifærum til að bæta við forskotið en því miður tókst það ekki. Í seinni hálfleik voru Valsstúlkur miklu ákveðnari og jöfnuðu metin. Undir lok leiksins fengum við nokkur tækifæri til að komast aftur yfir en úr varð ekki og lokaniðurstaðan var því 2-2. Að mörgu leyti var þetta samt fín frammistaða þó svo að við getum alltaf gert betur.
B-liðið mætti svo Valsstúlkum í Krikanum á mánudagskvöldið í hörkuleik. Nítján stúlkur voru mættar og fengu þær allar að spreyta sig. FH-stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks og sköpuðu sér aragrúa af tækifærum en Elísabet Jóns var ansi iðinn við kolann á hægri kantinum og skapaði fullt af færum. Marta Grétars og Anna Dís sköpuðu mikinn usla í vörn Valsstúlkna og úr varð að Marta náði að koma okkur yfir undir lok fyrri hálfleiks 1-0.
Í seinni hálfleik skiptust bæði lið á að sækja en vörnin stóð sína plikt undir öryggri stjórn þeirra Ólafar Rúnar Gunnars og Steinunnar en ánægjulegt var að sjá hversu mikið af færum við vorum að skapa upp við mark Valsstúlkna . 1-0 sigur var því staðreynd og um að gera að halda áfram á sömu braut.
35 stúlkur spiluðu samtals þessa tvo leiki og einnig mættu 35 síðastliðið miðvikudagskvöld gegn Haukum, en sjö stelpur komust ekki í kvöld. Næstu verkefni eru vonandi gegn Fjölni, Fylki eða Breiðablik sem eru jafnstóra æfingarhópa og við en í vikunni kemur í ljós hvaða verkefni við tökumst á við.
Kv. Þórarinn B. 664 5887
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæhæ heyrðu Tóti..
Ég kemst ekki á æfingu í dag og kannski ekkert út vikuna því ég tognaði í gær (ekki á mótinu)eiginlega undir færinu þannig að ég get lítið stigið í hann en ég reyni að koma um leið og ég get og líka að horfa á..!
Kv. Ebba
Sæl Ebba
Leitt að heyra að þú hafir tognað en endilega láttu sjá þig á æfingu í vikunni.
Kv. Tóti
Post a Comment