Í dag fóru fram tveir æfingaleikir í Fífunni. Það er skemmst frá því að segja að Davíð Þjálfari er nokkuð sáttur við daginn þótt enginn hafi sigurinn unnist.
FH1 Byrjaði full rólega en sótti í sig veðrið er líða tók á leikinn. Fyrsta markið leit dagsins ljós um miðbik fyrri hálfleiks eru Iona (já ég er að tala um markmanninn okkar sem í dag lék á miðjunni mestann hluta þessa leiks) æddi upp völlinn og skoraði glæsilega framhjá markmanni Blika. Eftir það skiptust liðin á að sækja og oft varð Sigrún Ella markmaður að taka á honum stóra sínum til að ekki færi illa. Blikar náðu þó að skora á síðustu mín. fyrri hálfleiks 1-1.
Síðari hálfleikur var hinsvegar frábær hjá okkar liði og líklegast eitt það besta sem Davíð þjálfari hefur séð hjá mörgum leikmanna. Það fór þó svo að hvorugu liðinu tókst að skora og loktölur urðu því 1-1. Stelpurnar geta verið reglulega góðar með sig eftir fína frammistöðu.
FH2 Byrjaði hinsvegar leikinn vel og eftir stuttan leik höfðu þær skotið í SAMSKEYTIN (eins og Guðrún benti réttilega á) og voru óheppnar að skora ekki. Blikar hinsvegar fundu taktinn og skoruðu 3 mörk í fyrri hálfleik. Kanski óþarlega mörg mörk miðað við spilamennsku FH-stelpna í dag. Það var því ekki um annað að ræða enn að hrista sig saman í hálfleik og það gerðu stelpurnar. Eftir stuttann leik höfðum við skorað mark eftir góðan samleik og svo stungusendingu sem Sigrún Ella nýtti að vanda. þessu svöruðu Blikar en okkar stelpur gáfust aldrei upp og Sigrún Ella bætti svo við öðru marki. Blikar skoruðu svo síðasta markið og lokatölur því 5-2.
Eins og fyrr segir var undirritaður gríðalega ánægður með alla sína leikmenn og ekki síst leikmenn í FH1 einum sem virkilega sýndu hvað þær geta. Við skulum ekki gleyma því að Blikar hafa á að skipa einum stærst og líklega besta hóp í 3. fl. kv. Við erum þó fullkomlega samkeppnishæfar og klárlega í hópi þeirra bestu.
6. leikmenn úr 4. fl. léku í dag og einungis 5 leikmenn eru á eldra ári í þessum flokk. En hægt og bítandi erum við að ná þeim bestu og eins og segir í baráttu söng FH-inga "...með samstilltu átaki allra við erum toppnum á." mun okkur takast að koma FH á toppinn í kvennaboltanum þar sem hann á heima.
Munið þó að ekkert gerist af sjálfu sér og við fáum ekkert gefins í þessu. Við verðum sjálfar að vinna að okkar markmiðum og það gerum við best með því að æfa vel og passa vel uppá að hafa fótboltan efstan í forgangsröðinni með skólanum.
Takk fyrir daginn það eru forréttindi að fá að þjálfa ykkur.
Sjáumst á gervigrasinu á morgun.
kv. Davíð
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hæ Davíð, þetta er Valla ég er veik og kemst þess vegna ekki á æfingu :( . En kem á æfingu um leið og mér batnar.
Svo ætla mamma og pabbi að spurjast fyrir um Akureyrarferðina ?? Hvort og hvenær hún er ??
Og Til hamingju með afmælið Halla. Munið að syngja fyrir hana stelpur á æfingu :D
Hvíldu þig vel Valla og reyndu að koma á æfingu á fim. í hesthúsinu.
Af Akureyrarferðinni er það að frétta að ákvörðun um hana verður tekin í vikunni og mun ég um leið og allt er komið á hreint láta ykkur vita.
kv. Davíð
Hæhæ heyrðu Tóti..
Ég kemst ekki á æfingu í dag og kannski ekkert út vikuna því ég tognaði í gær (ekki á mótinu)eiginlega undir færinu þannig að ég get lítið stigið í hann en ég reyni að koma um leið og ég get og líka að horfa á..!
Kv. Ebba
Kemst því miður ekki á æfingu í dag.
Kv. Helga Margrét
Post a Comment