Tuesday, January 03, 2006

3. fl. fundur og æfing á morgun mið 4. jan. kl. 19:00

Ég vil minna á fundinn og æfinguna í Risanum á morgun. Við mætum kl. 19:00 í Sjónarhól og förum yfir keppnistímabilið sem er framundan. Auk þess kynni ég nýja æfingatíma og verkefnin. Þetta er auk þess góður tími fyrir þjálfara að hlusta á hugmyndir sem leikmenn kunna að hafa. Ég legg mikla áherslu á góða mætingu!!!

Drög að æfingatöflu:

Mán. 17:45-18:30 Gerfigras
Mið. 20:00-22:00 Risinn
Fim. 21:00-22:00 Sörli
Lau. 13:00-14:30 Setbergsskóli

Nú er tækifærið að gera athugasemdir við tímana því góð mæting er þýðingarmikið atriði ætlum við okkur að ná árangri í komandi mótum. Þó vil ég benda á að þjálfarar hafa ekki úr miklu að moða varðandi tíma.

kv. Davíð

2 comments:

Anonymous said...

Verður nokkuð einhvað skipt í dag:S uppi í Sörla? Og Þarna ég komast ekki á æfingu í gær vegna þess að ég var á nemendaráðsfundi :D En kem samt í kvöld en er æfingin ekki alveg
kl 19:30:S

Kv Alma Gytha

dasFH said...

Gleðilegt ár Alma. Nei það verður ekkert skipt í kvöld í hesthúsinu. En æfingin verður lítið eitt lengri.

kv. Davíð