Stelpurnar í 3. fl. luku riðlakeppninni í Haustfaxanum á Ásvöllum í dag með stórum sigri á Selfyssingum 6-0.
Heimsskauta aðstæður voru á gervigrasinu (sjáðu Garðar það hafðist að með v-ið) í Krikanum í dag og því þurfti að finna leiknum annan stað. Það voru félagar okkar í Haukum sem komu okkur til bjargar og lánuðu okkur sinn völl og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Leikurinn fór rólega af stað en fljótt mátti sjá að þetta yrði baráttu leikur því mikið var um pústra og árekstra og kom það óneitanlega niður á gæðum fótboltans sem var ekki upp á marga fiska. Þær stúlkur úr sveitarfélagin Árborg eru baráttuglaðar og gerði það að verkum að FH-stelpurnar náðu ekki spila þann glimrandi fótbolta sem þær hafa sýnt undanfarið. Það kom þó ekki að sök því FH-ingar hreinlega óðu í færum. Það var Valgerður Björnsdóttir miðjumaður sem kom okkar stelpum á bragðið með bylmingsskoti úr aukaspyrnu vel fyrir utan teig. Uppfrá því var allt opið og í hálfleik var staðan 3-0. Sama sagan hélt áfram í þeim síðarri, stelpurnar sóttu og fengu ógrynni færa og þegar yfir lauk voru mörkin orðin 6 en þau hefðu auðveldlega geta orðið mun fleiri.
Mörkin skoruðu: Linda "Owen" Björgvinsdóttir 2 (...og hefur Linda þá skorað 12 mörk í mótinu), Valgerður Björnssdóttir 1, Klara Ingvarsdóttir 1. Þórun Káradóttir 1 og Helga Rut 1. Helga skoraði þar sitt fyrsta mark fyrir FH en hún gekk í raðir fimleikafélagsins í haust frá Grundarfirði og er þar mikill liðstyrkur því Helga er eldfljót og góður skotmaður. Við FH-ingar bjóðum Helgu innilega velkomna í okkar raðir.
Eins og fyrr segir hafa stelpurnar þá lokið keppni í faxanum og verður árangurinn að teljast góður. Fullt hús stiga og markahlutfallið 30-5. Sigur í riðlinum gefur sæti í úrslitaleiknum en honum hefur en ekki verið fundinn staður eða tími.
kv. davíð
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Til hamingju stelpur
-Ágústa-
hææj ég þakka fyrir mig;) og já ég ætlaði líka að láta þig vita davíð að í þessari viku er ég að fara á laugar(skólaferðalag) og kemst ekki á æfingar;) í þessari viku verð komin heim á föstudag svo ég ætti að komast á æfingu á laugardaginn;);) en jamm þá sjáumst við bara þá;) og takk fyirr mig:P kv. helga rut;)
Hæ Davíð ég komst ekki í Hress þvæi ég er veik og kemst ekki í dag því ég er en veik og kemst því ekki á markmannsæfingu. Kv. Iona
hæ hæ allir
ég ætla vist að láta vita að ég
er hér fasta gestur núna og kem hérna örugglega 2 á dag bara sonna til að filgst með og bara sonna til að vakna við símtal og segja að það byrjar leikur eftir 2 mínútur.. (Ekki nógu góð tillfining:S) enn annas er einginn ástæða afhverju ég er að skrifa hérna svo..
bæbæ
-Sara Atla :P
Post a Comment