Thursday, November 10, 2005

3. fl. Stórsigur á Stjörnunni.

Í kvöld tóku stelpurnar í 3. fl. á móti Stjörnunni í haustfaxanum. Leikurinn fór fram við ágætis aðstæður á gerfigrasinu þótt heldur hafi áhorfendum og þjálfurum fundist of kalt. En stelpurnar kalla ekki allt ömmu sína, mættu vígreifar á stuttbuxum og unnu stórsigur á garðbæingum 13-1.

Það er í raun lítið annað um leikinn að segja en það að FH-ingar voru í allt öðrum gæðaflokki í kvöld en Stjörnustelpur. Allir leikmenn liðsins spiluðu lengi og sumir leikmenn spreyttu sig á stöðum sem þeir höfðu ekki spilað áður. Og það virtist ekki hafa nein önnur áhrif en þau að liðið spilaði bara betur. Staðan í hálfleik var 6-0 og þegar yfir lauk voru mörkin orðin 13. Góður sigur sem styrkir sjálfstraustið og eru stelpurnar því enn með fullt hús í mótinu og hafa tryggt sér sigur í riðlinum.

Mörkin skoruðu: Linda Björgvinsdóttir 5, Valgerður Björnsdóttir 2. Guðrún Eggertsdóttir 2, Hlín Guðbergsdóttir 1, Sara Atladóttir 1, Klara Ingvarsdóttir (...Guðmundssonar sem hér á árum áður gerði garðinn frægann með meistaralið Vals) 1 og Halla Marínósdóttir 1.

Dómari leiksins var hinn geðþekki Þorsteinn Freyr Berg Friðbjörnsson og komst hann vel frá leiknum án aðstoðar línuvarða. Þorsteinn er einn afkastamesti barna og unglingadómari félagsins og á hann hrós skylið fyrir sitt starf.

kv. Davíð

1 comment:

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa pistilinn þinn Davið kveðja Kiddý og Bjössi