Tuesday, January 25, 2005

4.fl. Hraðmót á laugardag

Laugardaginn 29. næstkomandi tökum við þátt í hraðmóti í Fífunni ásamt Breiðablik og Aftureldingu. Mæting er kl. 15:30 og hefst fyrsti leikur kl. 16:00. Leikið verður á sjö-manna velli og eru leikirnir 20 mín. Einungis þeir sem að ekki tóku þótt í Íslandsmótinu síðastliðna helgi eiga að mæta og fellur æfing því niður um morgunin hjá þeim. Þeir sem hinsvegar kepptu á Íslandsmótinu mæta um morgunin og að þessu sinni kl. 11:30.

N.B. Ef þið af einhverjum orsökum komist ekki í leikinn eða á æfinguna setjið það þá inn í comments hér að neðan.

kv. Davíð þjálfari.

1 comment:

Anonymous said...

hæ davíð þetta er sunna. ég kemst ekki í dag á hraðmótið í fífu.Ég er að fara með skólanum í ferðalag.