Já, riðlakeppni Íslm. innanhúss fór fram um helgina í Krikanum. Og það er skemmst frá því að segja að stelpurnar stóðu sig mjög vel og unnu riðilinn.
F-riðill
FH 7 stig
HK 6 -
Reynir/Víðir 4 -
Þróttur 0 -
Við hófum mótið á leik við Þróttara og þrátt fyrir skjálfta í okkar mönnum í upphafi leiks unnum við sannfærandi sigur 2-0 með mörkum frá Sigmundínu og Höllu.
Næsti leikur var við HK og vissum við fyrir að sá leikur gæti orðið úrslitaleikur í riðlinum. Frá upphafi var leikurinn jafn og spennandi og ljóst að bæði liðin ætluðu sér sigur. Við vorum ívið sterkari aðilinn framan af en það voru þó HK menn sem áttu besta tækifærið í fyrrihálfleik er þeir þrumuðu í slánna hjá okkur. Þar skall hurð nærri hælum. Davíð Þjálfari las yfir sínum mönnum í hálfleik og komu okkar menn vel einbeittir aftur til leiks. Og þegar skammt var lið á síðari hálfleik skoruðum við. þar var að verki Guðrún með fullkomna aukaspyrnu langt utan að velli. Eftir það var mikil barátta og HK reyndi allt til að jafna en varð lítið ágengt gegn Völlu og Guðrún, sem léku aftar á vellinum, og Jónu sem að stóð sig frábærlega í markinum á þessu móti. Lokatölur 1-0
Að síðust var spilað við Reynir/Víðir og líklegast hefur HK-leikurinn setið í stelpunum því að í þeim leik náðum við enganvegin að sína okkar besta og vorum í stökustu vandræðum. Við komumst þó yfir í fyrri hálfleik (Halla) en skömmu síðar voru R/V búnir að jafna og komast yfir 1-2. Í upphafi síðarri hálfleiks jafnaði svo Sigrún Ella með frábæru langskoti frá miðju en aftur komust R/V yfir en þeir léku vörn okkar oft grátt í þessum leik. Það var svo Valla sem náði að jafna aftur 3-3 undir lok leiksins og tryggði okkur þar með stigið sem dugði til sigurs í riðlinum.
Lokatölur 3-3
Á þessu móti síndum við úr hverju við erum gerðar. Það sást vel í sigurleiknum gegn sterku HK-liði og ekki síður í leiknum erfiða við Reynir/Víðir þar sem við aftur og aftur lentum undir en við komum bara aftur og aftur til baka og gerðum það sem þurfti að gera til að tryggja okkur í úrslitin sem verða helgina 19. og 20. feb. Þetta mót verður gott veganesti þegar þar að kemur.
kv. Davíð þjálfari.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment