Nú þegar Íslandsmótið er að hefjast er rétt að líta um öxl og gera upp undirbúningstímabilið.
Fyrir áramót tók liðið þátt í haust-Faxanum og var þá skráð með tvö lið til leiks. Árangurinn var þokkalegur og vinningshlutfallið um 50%. Allir spiluðu hins vegar mikið og þjálfararnir fengu gott tækifæri til að kynnast hópnum og einstaklingunum. Tilganginum með mótinu var því náð.
FH hefur ekki sent lið til keppni í innanhúsmótum í neinum flokki og 3. fl. var engin undantekning á því.
Snemma þessa árs hófst vor-Faxinn og má segja að það sama hafi verið upp á teningunum og um haustið nema að þessu sinni var einungis sent 1 lið til keppni. Árangurinn var þokkalegur, aftur var vinningshlutfallið um 50% og allir spiluðu mikið.
Fyrir rúmri viku fóru stelpurnar ásamt 3. fl. kk. í vel heppnaða æfinga ferð til Þorlákshafnar en þeirri ferð hefur þegar verið gerð skil. Krakkarnir borguðu 10.000.- kr. fyrir ferðina en kostnaðurinn var 9.000.-. Eftir stendur álitleg summa sem þjálfararnir hyggjast nota í sumar og halda sameiginlegt grillboð fyrir flokkana við gott tækifæri.
Í gær hófst svo Íslandsmótið með spennandi leik gegn HK þar sem úrslitin réðust með mörkum í uppbótartíma. Fyrir leikinn buðu foreldrar Söru upp á Te & rist fyrir stelpurnar og ekki verður betur séð en að það hafi haft góð áhrif á liðið. Vonandi verður framhald á því.
Framundan er svo leikur gegn ÍA á þriðjudaginn næstkomandi á Skaganum. Auk FH, HK og ÍA eru í A riðli: Selfoss, Stjarnan, Valur, Þór Ak. og Breiðablik. Framundan eru því frekari ferðalög til Akureyrar en leikurinn er settur mán 8. ágúst. Gjarnan eru þessir leikir færðir inn á helgar en engar ákvarðanir í þeim efnum hafa verið teknar. Ég vil biðja ykkur að fylgjast vel með leikjadagskránni en tengill á mótalistann er hér
til hliðar <<<---.Auk þess mætir FH Stjörnunni í Valitor-bikarnum en sá leikur fer fram í júni.
Liðið mun að öllu óbreyttu ekki taka þátt í fleiri mótum en í kjölfar Þorlákshafnarferðarinnar hafa kviknað hugmyndir um frekari ferðalög ekki síst til að efla og styrkja samheldni í liðinu en einnig til æfinga. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar og allt frumkvæði frá leikmönnum er vel þegið.
Að lokum vil ég hvetja foreldra til að mæta á völlinn og styðja við við bakið á stelpunum á jákvæðan hátt. Almennt hafa þær mætt vel í vetur og lagt sig fram á æfingum þó að við þjálfararnir viljum alltaf meira. Þannig er nú einu sinni eðli þjálfara. Þegar stelpurnar eru heilar og mæta tilbúnar til leiks eru þær í flokki sterkustu liðanna og þar vilja þær vera, ef ég þekki þær rétt. Stuðningur heimafyrir og frá öðrum FH-ingum skiptir miklu máli til að liðið standi sig vel í sumar.
Þjálfarakveðjur
Davíð og Tóti