Monday, May 23, 2011

3. fl. Númerakerfi

Nýlega var ákveðið fastnúmerakerfi á leikmenn 3. fl. kv. Þeir leikmenn sem eiga treyjur spila í sínum treyjum en aðrir fá úthlutað treyjum og bera ábyrgð á þeim. En eiga þó fáeinir leikmenn eftir að fá úthlutað númeri.

1 Gio
2 Oktavía
3 Birta
4 Guðrún
5 Kristrún


6 Sólveig
7 Alda

8 Erla
9 Viktoría
10 Elva
11 Vilborg


16 Tinna
17 Dagbjört
18 Sara

111 (11) Alana 111

Bryndís, Hrafnhildur, Tanja og Agnes

3. fl. Dómgæsla

Leikmenn 3. fl. kv. geta búist við því að vera kallaðir til dómgæslu hjá yngri flokkum í sumar. Alana og Guðrún ríða á vaðið og dæma hjá 4. fl. kv. B þann 28. maí ásamt Flóka úr 3. fl.

Hér til hliðar <<<--- hefur verið settur upp upplýsingaveggur um hvenær viðkomandi leikmönnum ber að dæma. Ath. að mæta tímanlega og í FH-galla og gætið að því að gallabuxur og töflur eru óviðeigandi.

Þið berið ábyrgð á þessu sjálfar og ef e-ð kemur upp þurfið þið að finna lausn ykkar mála í samráði við Steinar Steph (steinar@hvaleyrarskoli.is).

Undirbúningstímabilið og sumarið

Nú þegar Íslandsmótið er að hefjast er rétt að líta um öxl og gera upp undirbúningstímabilið.

Fyrir áramót tók liðið þátt í haust-Faxanum og var þá skráð með tvö lið til leiks. Árangurinn var þokkalegur og vinningshlutfallið um 50%. Allir spiluðu hins vegar mikið og þjálfararnir fengu gott tækifæri til að kynnast hópnum og einstaklingunum. Tilganginum með mótinu var því náð.

FH hefur ekki sent lið til keppni í innanhúsmótum í neinum flokki og 3. fl. var engin undantekning á því.

Snemma þessa árs hófst vor-Faxinn og má segja að það sama hafi verið upp á teningunum og um haustið nema að þessu sinni var einungis sent 1 lið til keppni. Árangurinn var þokkalegur, aftur var vinningshlutfallið um 50% og allir spiluðu mikið.

Fyrir rúmri viku fóru stelpurnar ásamt 3. fl. kk. í vel heppnaða æfinga ferð til Þorlákshafnar en þeirri ferð hefur þegar verið gerð skil. Krakkarnir borguðu 10.000.- kr. fyrir ferðina en kostnaðurinn var 9.000.-. Eftir stendur álitleg summa sem þjálfararnir hyggjast nota í sumar og halda sameiginlegt grillboð fyrir flokkana við gott tækifæri.

Í gær hófst svo Íslandsmótið með spennandi leik gegn HK þar sem úrslitin réðust með mörkum í uppbótartíma. Fyrir leikinn buðu foreldrar Söru upp á Te & rist fyrir stelpurnar og ekki verður betur séð en að það hafi haft góð áhrif á liðið. Vonandi verður framhald á því.
Framundan er svo leikur gegn ÍA á þriðjudaginn næstkomandi á Skaganum. Auk FH, HK og ÍA eru í A riðli: Selfoss, Stjarnan, Valur, Þór Ak. og Breiðablik. Framundan eru því frekari ferðalög til Akureyrar en leikurinn er settur mán 8. ágúst. Gjarnan eru þessir leikir færðir inn á helgar en engar ákvarðanir í þeim efnum hafa verið teknar. Ég vil biðja ykkur að fylgjast vel með leikjadagskránni en tengill á mótalistann er hér til hliðar <<<---.
Auk þess mætir FH Stjörnunni í Valitor-bikarnum en sá leikur fer fram í júni.

Liðið mun að öllu óbreyttu ekki taka þátt í fleiri mótum en í kjölfar Þorlákshafnarferðarinnar hafa kviknað hugmyndir um frekari ferðalög ekki síst til að efla og styrkja samheldni í liðinu en einnig til æfinga. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar og allt frumkvæði frá leikmönnum er vel þegið.

Að lokum vil ég hvetja foreldra til að mæta á völlinn og styðja við við bakið á stelpunum á jákvæðan hátt. Almennt hafa þær mætt vel í vetur og lagt sig fram á æfingum þó að við þjálfararnir viljum alltaf meira. Þannig er nú einu sinni eðli þjálfara. Þegar stelpurnar eru heilar og mæta tilbúnar til leiks eru þær í flokki sterkustu liðanna og þar vilja þær vera, ef ég þekki þær rétt. Stuðningur heimafyrir og frá öðrum FH-ingum skiptir miklu máli til að liðið standi sig vel í sumar.

Þjálfarakveðjur
Davíð og Tóti

Sunday, May 22, 2011

4.Flokkur. Annað sætið í Faxanum og æfingaáætlun fyrir næstu viku

Heil og sæl

A-liðið lenti í öðru sæti í Faxaflóamótinu í ár. Liðið lék ágætlega í mótinu en í nokkrum leikjum var liðið lengi að finna taktinn. Liðið vann, HK, Aftureldingu, ÍA og Stjörnuna en tapaði fyrir Breiðablik í hörkuleik.

B-liðin stóðu sig vel. B1 lenti í öðru til þriðja sæti en B2 lenti í meiri erfiðleikum og lenti í næstsíðasta sæti.

Leikmenn koma ágætlega undan vetri. Reyndar eru alltof margir að glíma við meiðsli en við vonum að þeir leikmenn komi fljótt til baka.

Íslandsmótið hefst í vikunni. A-liðið leikur gegn HK á miðvikudaginn og B-liðin hefja leik seinna í vikunni.

Áætlun fyrir næstu vikur

23.maí. Mán. Risinn 17:00
24.maí. Þri. Leikmannafundur
25.maí. Mið. Íslandsmót. A-lið FH-HK
26.maí. Fim. HRESS. 19:30. Íslandsmót.B-lið Þróttur-FH B2
27.maí. Fös. Risinn 18:00
28.maí. Lau. Íslandsmót. B1 FH-Breiðablik 2
30.maí. Mán. Risinn. 17:00
1.júní. Mið. Risinn 15:00
2.júní. Fim. Risinn.
3.júní. Fös. Íslandsmót. A og B1. Stjarnan-FH.


Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

3. fl. FH-HK 2-1

Íslandsmótið í 3. fl. hófst í góðu veðri við góðar aðstæður á frjálsíþróttavellinum í Krikanum í dag.

Stelpurnar sem léku við HK byrjuðu betur og stýrðu leiknum í upphafi fyrri hálfleiks. HK vann sig hins vegar vel inn í leik og fékk nokkur tækifæri. Staðan í leikhlé var 0-0 eftir heldur bragðdaufar 40 mínútur.

Í síðari hálfleik var annað upp á teningunum og FH skoraði snemma. Þar var að verki Alda Ólafsdóttir eftir góðan undirbúning Elvu á vinstri kanntinum. Eftir það jafnaðist leikurinn að nýju og bæði lið fengu sín tækifæri. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem að mörkin komu. HK jafnaði eftir gott gegnum brot á 82 mín, en títtnefnd Elva Björk kom FH yfir að nýju mínútu síðar eftir undirbúning Tinnu á hægri kanntinum.

Bæði lið voru augljóslega óvön grasinu sem þó var í góðu standi miðað við árstíma. Sendingar og mótttökur báru öll þess merki að stelpurnar hafa alið manninn lengstum í Risanum en það verður fljótt að breytast nú þegar liðið er komið út í sumarið. Það að komast yfir að nýju í uppbótartíma er dæmi um styrkleika og sigurinn í dag verður vonandi gott veganesti inn í mótið.

Saturday, May 21, 2011

3. fl. FH-HK

Á morgun, sund. 22. maí, kl. 12:00 fer fram leikur FH og HK á frjálsíþróttavellinum í Krikanum. Leikurinn er fyrsti leikur FH í Íslandsmótinu sem er að fara af stað í flestum flokkum um þessar mundir.

Fyrir leik hyggjast stelpurnar mæta í Te & rist kl. 10:00 hjá Söru Hólm á Miðvangi 16. Frábært frumkvæði hjá Söru og foreldrum hennar og vonandi verður framhald á þessu í sumar.

Hópur (mæt. 11:00):
Gio, Sara, Kristrún, Oktavía, Birta Dabjört, Guðrún, Viktoría, Elva, Alana, Tinna, Alda, Vilborg, Erla og Sólveig auk Ernu, Hafdísar og Selmu úr 4. fl.

Munið að það er mikilvægt að fara snemma að sofa og nærast vel í kvöld og í fyrramálið. Enginn bragðarefur og bland í poka að þessu sinni!!! Ís og nammi smakkast líka betur eftir góðann leik í Krikanum.

kv. Davíð

Friday, May 20, 2011

3. fl. Æfing á morgun á Hamranesvelli

Á morgun laugd. 21. er æfing á Hamranesvelli kl. 11:30-12:45.

Fyrir þá sem ekki þekkja leiðina að vellinum þá er tvennt í boði:
1. Annars vegar að fara Kaldársselsveg að Hvaleyrarvatni og og koma að vellinum að norðan verðu.
2. Hins vegar að fara í gegn um Vallarhverfið og koma að vellinum að sunnan verðu.

Örin á myndinni hér að neðan sýn hvar völlurinn er staðsettur.

kv. Þjálf.




Thursday, May 19, 2011

4.Flokkur. Frí í kvöld og A-liðið spilar við Stjörnuna á morgun

Heil og sæl

Æfingin í HRESS fellur niður í kvöld vegna þjálfarafundar og svo er tilvalið að skella ykkur á landsleikinn í kvöld hjá kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu. Munið bara að klæða sig vel.

Á morgun spilar A-liðið gegn Stjörnunni í Garðarbæ. Mæting er klukkan 14:40 en leikurinn hefst klukkan 15:15. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Elín, Mæja, Sunna, Helga, Harpa, Hildur María, Hildur Kolfinna, Erna, Selma, Mellý, Kolfinna, Jóna og Rannveig.

Æfingin klukkan 18:00 í Risa fyrir þá sem ekki spila leikinn á morgun.

Við æfum svo á sunnudaginn 14:00 í Risanum.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda.

Wednesday, May 18, 2011

3. fl. FH-HK breyttur leiktími

Fyrirhugaður leikur FH og HK í fyrstu umferð í Krikanum á mánudaginn hefur verið færður fram um einn dag eða sunnudaginn 22. maí kl. 12:00.

Dagskrá vikunnar er eftirfarandi:
fim.19. kl.20:45-22:00 Risinn
lau.20. kl.11:00-12:00 Hamranesvöllur
sun.21. kl.12:00 FH-HK Frjálsíþróttavellinum í Krikanum.

kv. Þjálfarar

Monday, May 16, 2011

4.Flokkur. Faxaflóamót. A-lið spilar við ÍA í Kaplakrika á þriðjudaginn 18:00

Heil og sæl

A-liðið spilar á morgun í Faxanum gegn ÍA á gervigrasinu í Kaplakrika. Mæting er klukkan 17:15 á í íþróttahúsið en leikurinn hefst klukkan 18:00.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Elín, Sunna, Helga, Kolfinna, Harpa, María, Hildur María, Mellý, Erna, Ingibjörg, Selma, Nótt og Jóna.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. Takk fyrir góða ferð

Mig langar til að þakka leikmönnum 3. fl. kv. og kk fyrir frábæra æfingaferð til Þorlákshafnar um liðna helgi. Krakkarnir voru félaginu og foreldrum sínum til sóma í alla staði og tóku vel á því á æfingum. Maður er sannarlega farin að hlakka til til næstu ferðar.

Næsta æfing er hins vegar á morgun, þriðjudaginn 17. maí, kl. 19:30 í Risanum.

Fyrsti leikur í Íslandsmóti er svo handan við hornið eða á mánudaginn í næstu viku gegn HK. Lítið endilega á leikjaniðurröðun fyrir mótið hér til hliðar <<<---.

kv. Davíð