Sunday, May 22, 2011

3. fl. FH-HK 2-1

Íslandsmótið í 3. fl. hófst í góðu veðri við góðar aðstæður á frjálsíþróttavellinum í Krikanum í dag.

Stelpurnar sem léku við HK byrjuðu betur og stýrðu leiknum í upphafi fyrri hálfleiks. HK vann sig hins vegar vel inn í leik og fékk nokkur tækifæri. Staðan í leikhlé var 0-0 eftir heldur bragðdaufar 40 mínútur.

Í síðari hálfleik var annað upp á teningunum og FH skoraði snemma. Þar var að verki Alda Ólafsdóttir eftir góðan undirbúning Elvu á vinstri kanntinum. Eftir það jafnaðist leikurinn að nýju og bæði lið fengu sín tækifæri. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem að mörkin komu. HK jafnaði eftir gott gegnum brot á 82 mín, en títtnefnd Elva Björk kom FH yfir að nýju mínútu síðar eftir undirbúning Tinnu á hægri kanntinum.

Bæði lið voru augljóslega óvön grasinu sem þó var í góðu standi miðað við árstíma. Sendingar og mótttökur báru öll þess merki að stelpurnar hafa alið manninn lengstum í Risanum en það verður fljótt að breytast nú þegar liðið er komið út í sumarið. Það að komast yfir að nýju í uppbótartíma er dæmi um styrkleika og sigurinn í dag verður vonandi gott veganesti inn í mótið.

No comments: