Sunday, April 10, 2011

3.Flokkur. Sigur í storminum á Ásvöllum

Heil og sæl

Flestir leikir 3.flokks kvenna í ár hafa verið í aftakaveðrum og í dag voru aðstæður enn einu sinni vart boðlegar til þess að spila knattspyrnu. Veðrið var vægast sagt hræðilegt kalt, sterkur hliðarvindur, slydda og rigning. Leikmenn beggja liða eiga þó hrós skilið að reyna sitt allra besta til að spila knattspyrnu.

Selfoss kom í heimsókn í dag og eru með fínt lið. Fyrri hálfleikur var að mestu í eigu okkar og komst liðið fljótt í 2-0 og hefði liðið átt að vera búið að skora fleiri áður en Selfoss minnkaði muninn í eitt mark fyrir hlé. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og voru Selfoss sterkari ef eitthvað er en liðið landaði þó sínum fyrsta sigri í Faxanum í ár 2-1.

Mörkin skoruðu: Alda með eitt mark eftir frábæran undirbúning Viggó og Elvu og hið seinna var sjálfsmark.

Sjáumst á æfingunni á þriðjudaginn.

Kv. Þjálfarar

3 comments:

Anonymous said...

Ekki sjálfsmark ? Alda skoraði það (;

Anonymous said...

þetta fór í markmanninn og inn held ég;)
kv.alda

Anonymous said...

Við skrifum markið að sjálfsögðu á Öldu.
kv. Davíð