Sunday, April 17, 2011

Oft var þörf en nú er nauðsyn!



Á morgun, mánudaginn 18. apríl, kl. 19:30 fer fram 3. leikur FH og Fram í úrslitakeppni N1 deildarinnar í handbolta í Krikanum. Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort og því þarf að grípa til oddaleiksleiks um hvort liðið kemst í sjálfa úrslitarimmuna.


FH-ingar eru þekktir fyrir að standa þétt við bakið á sínum mönnum og konum þegar á reynir. Aðsókn á leiki hefur hvergi verið betri heldur en Krikanum og umgjörðin og stemmning eins og best verður á kosið. Það er fátt skemmtilegra heldur en að mæta á völlinn og fylgjast með FH spila spennandi leik.


Nú er skorað á alla að mæta og styðja strákana. Þeir hafa spilað liða best síðari hluta móts og þrátt fyrir að hafa misstigið sig í 2. leik gegn Fram er markmiðið enn það sama - Íslandsmeistaratitillinn skal í Krikann! Til þess að svo megi verða stóla strákarnir á FH-ingar mæti og láti í sér heyra, í blíðu og í stríðu.


Áfram FH!!!


! Á myndinni hér að ofan má sjá Framarann Andra Berg Haraldsson snúa niður FH-inginn efnilega Örn Inga Bjarkarson í leik liðanna í vetur. Við látum það ekki gerast á morgun án þess að láta vel í okkur heyra.

2 comments:

Anonymous said...

Klukkan hvað er æfing hjá 4. flokki á morgun (þriðjudag) ? :D

Anonymous said...

Ég er að fara á Flúðir í dag og kem heim á sunnudaginn held ég :-) svo ég kemst ekki á æfingar í þessari viku ;s
-birtaþöll