FH er eitt sigursælasta lið handknattleikssögunnar á Íslandi og Hafnafjörður jafnan kallaður "vagga" handboltans á Íslandi. Í gegnum tíðina hafa margir af bestu leikmönnum landsins komið frá FH og nægir þar að nefna Geir Hallsteinsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Matthisen. Hin síðari ár hafa svo Logi Geirsson, Aron Pálmason og Ólafur Guðmundsson verið okkar sterkustu menn. FH varða síðast Íslansdsmeistarar árið 1992 og þykir mörgum FH-ingum að nú sé of langt um liðið.
Fimmtudaginn n.k. hefst úrslitakeppnin í N1 deildinni og eftir nokkurt hlé er FH komið í keppnina en liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar. Strákarnir mæta Fram í fyrsta leik kl. 19:30 í Krikanum og eru allir FH-ingar hvattir til að mæta og styðja liðið. Það verður án efa hart barist og það hefur sýnt sig að þegar á reynir þá eru FH-ingar sterkustu stuðningsmenn á landinu.
Af þessum sökum hefst æfingin hjá 3. fl. í Bjarkarhúsinu kl.21:00 (eða að leik loknum) og stendur til 22:15.
Koma svo.....
Kv. Þjálfarar
2 comments:
ég kem kannski aðeins of seint á æfinguna í kvöld. því handboltaæfing er búin kl 21:00
-tinna
Fær 4 flokkur frí útaf leiknum?
Post a Comment