Unglingadómaranámskeið KSÍ og FH verður haldið í Kaplakriaka miðvikudaginn 2. mars. kl. 19:00.
Fyrirkomulag:
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH í Kaplakriaka þriðjudaginn 2. mars kl. 19:00 - 21:30.
Aðaláherslan á námskeiðinu verða knattspyrnulögin en auk þess kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringamyndir.
Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.
Námskeiðið er ókeypis.
Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. fl. og neðar og vera aðstoðardómari upp í 2. fl.
Skráning er hafinn á magnus@ksi.is
Athugið: Skyldumæting hjá knattspyrnuiðkendum í 3. fl. sem og þeim iðkendum sem ekki eru með dómarapróf í 2. fl. Krafa er um það frá unglingaráði og rekstrarstjórn FH að allir iðkendur eldri en 15 ára séu búnir að ganga í gegnum þetta dómarapróf. Þá eru foreldrar boðnir sérstaklega velkomnir á námsskeiðið.
7 comments:
Er útihlaup hjá 3.fl í kvöld ?
Nei bara æfing í Risanum <<<---
kv. Þjálf
er æfing i kcökdld ? voru eh að tala um að það væri ekki vegna skólahreysta
var á skólahreisti svo ég komst ekki í gær :s , en er ekki æfing í dag ? :-)
-birta þöll
kemst ekki á æfingu í kvöld(föstud.) er að fara á samfés..
kv.dagbjört sól
kem ekki á æfingu í kvöld föstuda, er búin að vera veik og ætla að jafna mig.
-Hrafnhildur :-)
ætlaru ekki að setja inn liðið fyrir leikinn?
Post a Comment