Stelpurnar í 3ja mættu Valsmönnum í aftakaveðri á Hlíðarenda. Sunnan strekking lagði á annað markið auk þess sem að það gekk á með éljum.
Það kom í hlut FH að verja markið á móti vindi í fyrri hálfleik og satt best að segja stóðu stelpurnarnar sig ágætlega. Staðan í hálfleik var 2-0 Valsmönnum í vil.
Með vindinn í bakið virtist allt loft úr FH og Valur bætti við loka markinu.
Aðstæður á nýju og góðu gervigrasi Valsmanna voru engan vegin til þess fallnar að spila fótboltaleik að þessu sinni. Þrátt fyrir það vörðust FH stelpurnar ágætlega en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska.
Framundan er Faxaflóamótið sem hefst að öllu óbreyttu um næstu helgi.
kv. Þjálf.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
þetta var eiginlega ekki leikur útaf Vals stelpurnar voru með vindinn í bakið 70% af leiknum
ég kemst ekki á æfingu í dag, er að fara í leikhús :))
-viktoría valdís
Hæ Davíð :)ég mætti ekki á dómarafyrirlesturinn því ég var veik en ég er með þanna ksi dótið og glærurnar yfir þetta og þá var ég að pæla hvort ég ætti að taka prófið eða ekki ?
-Hrafnhildur :)
Hæ Davíð
Er að fara í matarboð, þannig gæti mætt nokkrum mínútum of seint ætlaði bara að lata vita. Pabbi bannar mer að sleppa þarf að fara þangað sma og hann skutlar mer um leið og við erum buin að borða ætlaði bara að lata vita að eg myndi mæta aðeins of seint :)
kv kristrún
Sæl Hrafnhildur
Endilega reyndu að undirbúa þig fyrir dómaraprófið og mættu. Þú hlýtur að fá að taka prófið.
kv. Davíð
Post a Comment