
Æfing fellur niður hjá 3. og 4. fl. á sunnudaginn. Ástæðan er sú að senn líður að jólum og jólafríi!
Notið tækifærið, skellið ykkur í ´lindina eða Kringluna og kaupið jólagjöf handa þjálfaranum ykkar ...nú eða bara þeim sem ykkur finnst vænst´um.
Næsta æfing er samkvæmt áætlun á mánudag hjá 4. fl. og á þriðjudag hjá 3. fl.
Nánar til hliðar <<<---
Jólakveðja Davíð, Tóti & Co.
14 comments:
ég kem á nsætu æfingu sjáumst :D
oooo langaði í æfingu
afhverju er 3.flokkur bara á 2 æfingum á viku sunnudagsæfingin fellur eigilega alltaf niður og svo eru heldur engar styrktaræfingar !!!
sammála siðasta ræðumanni :d en verða bara 2 æfingar alveg þangað til januar ?
- alda
Sælar
Að gefnu tilefni:
Það sem af er hausti hafa aldrei verið færri en 4 viðverur (æfing/leikur) í viku, að undanskilinni liðinni viku og þeirri sem nú er að hefjast. Aðeins einu sinni hefur æfing fallið niður í vetur og þá vegna aðstæðna í Krikanum. Ef æfingar hafa fallið niður á sunnudegi þá hefur það verið vegna þess að það hefur verið leikur þá helgina eða þá að fjögura æfinga kvótinn er fullur. Okkur (þjálfurum) þykir líka sjálfsagt að gefa helgarfrí þegar það er mögulegt. Það er líka stór hluti af því að æfa og keppa í íþróttum að kunna að hvíla sig dreifa huganum.
Varðandi styrktaræfingar þá eru þær góðra gjalda verðar og hluti af því að æfa fótbólta. Fyrir áramót hefur hins vegar fyrst og fremst verið lögð áhersla á tækniæfingar og spil. Í jan, feb og mars verður svo ein æfing í viku í tækjasal í Krikanum þar sem tekið verður á´ðví.
Að lokum vil ég leggja áherslu á að skrifa undir nafni þegar þið kommentið hér á síðuna. Það eru bæði góð vinnubrögð og fyrirbyggir allan misskilning. Svo er líka best að koma með góðar spurningar beint til þjálfara, augliti til auglitis, sem alltaf eru til í ræða málin um þjálfun.
kv. Davíð
kemst ekki a æfingu í dag (mánudagur)
kem á næstu æfingu
kv. bjork
en verða æfingar með Sylvíu ?
þá eru handboltastelpurnar 2x hjá Sylvíu eða oftar eftir áramót
kemst örugglega ekki á æfingu í kvöld er að fara í tónlistarskólann.
-Erla
kemst ekki á æfingu í dag þriðjud.
Hrafnhildur 3.flokk :-)
Kemst ekki á æfingu í dag (miðvikud) er að fara á tónlistaskólann.
-Birta Mar
kemst ekki á æfingu :(
- helga rós
kemst ekki á æfingu, er tognu' í lærinu :/
-hildurk
ég komst ekki á æfingu í gær ! sorry hvað ég læt vita seint en ég var að læra fyrir próf :s
-birtaþöll
hún heitir silja úlfarsdóttir, ekki sylvia! :)
Post a Comment