Monday, June 01, 2009

Að Víkurferð lokinni


Ég vil byrja á að þakka krökkunum 55 í 3ja sem fóru í æfingaferð á Vík um helgina fyrir frábæra ferð. Ég á ekki að venjast neinum nema aðeins því besta með FH krakkana en ég get ekki á mér setið og lýsi því hér með yfir að þessir krakkar í 3ja í dag eru einstök. Algerir fagmenn þegar kemur að æfingum, góðir vinir í hóp og frábærir FH-ingar.
Hápunktur ferðarinnar var leikur 3. fl. kk. gegn 3. fl. kv. en óhætt er að segja að þar hafi mæst stálin stinn. Atvik leiksins hlýtur teljast það þegar Elísabet Guðmundsdóttir straujaði Aron Loyd sem farið hafði mikin í liði strákanna. Aron sá ekki til sólar eftir það.
Eftir venjulegan leiktíma var staðan 3-3 þar sem Kristín (2 mörk) og Aldís skoruðu mörkin. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu strákarnir betur og skoruðu 10 mörk gegn 8.
Á myndinni má sjá fyrirliða liðanna þau Þorvald "Dodda" Sveinbjörnsson og Kristínu Guðmundsdóttur takast í hendur í upphafi leiks.
kv. Davíð

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að heyra kv Svanhildur mamma Elísabetar og Kristínar

Katrín Danivalsdóttir mamma Guðnýjar said...

Mig langar bara til að þakka þjálfurum og fararstjórum fyrir þessa frábæru ferð. Þetta var gott og skemmtilegt framtak sem var til mikillar skemmtunar fyrir börnin okkar og síðast en ekki síst stuðlar svona ferð að eininigu og félagsþroska. Ferð þar sem allir vinna saman í leik og starfi.
Kærar þakkir fyrir ykkar fórnfúsa og óeigingjarna starf.