Flaggskipið í mfl. vann stóran sigur á ÍA í deildinni í kvöld. Áður en yfir lauk voru mörk FH orðin 8 gegn engu í Krikanum.
Markaskorarar voru þær Hanna Gúst sem gerði sér lítið fyrir og setti 3, Sigrún Ella með 2, Aldís með 1 og Halla Mar með 1.
Birna Berg stóð í búrinu allan leikinn og hafði lítil afskipti af því sem fram fór. Aldís kom inná í hálfleik og setti 1. Vel gert hjá stelpunum.
Frábær sigur sem blæs byr í seglin fyrir 3. fl sem heldur á Skipakaga á morgun og heimsækir Áka vallarstjóra á Jaðarsbökkum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hvernig gat verið 8-0 ef hanna var með 3, sigrún með 2 og halla og aldís með sitthvort þetta gerir bara 7-0
Aníta var líka með 1
uuu Aníta skoraði líka eitt þannig það gerir 8-0 :)
-elísabet
Post a Comment