Friday, June 05, 2009

4.Flokkur. Íslandsmótið hafið. Vikuáætlun og æfingarnar í sumar

Heil og sæl

Íslandsmótið fer ágætlega af stað hjá 4.flokki í ár. A-liðið búið að spila tvo leiki. Eins og áður hefur verið fjallað um þá tapaði liðið fyrir HK í fyrsta leiknum í hörku leik en í þeim seinni vann liðið Stjörnuna á útivelli með fimm mörkum gegn engu. Markaskorarar voru Alda Ólafsdóttir með tvö mörk og Alana Steinarsdóttir, Elva Ástþórsdóttir og Dagbjört Guðlaugsdóttir með eitt mark.

B-liðið lék sinn fyrsta leik í vikunni gegn Fylki á heimavelli. Liðið vann leikinn með fimm mörkum gegn einu. Bryndís Jóhannesdóttir og Konný Pálsdóttir gerðu tvö mörk en Kolbrún Antonsdóttir setti eitt.

Æfingataflan fyrir sumarið er orðin klár en hafa ber í huga að breytingar geta verið tíðar í sumar þar sem leikir liðanna geta verið á sama degi og æfingarnar. Við æfum einu sinni í viku á grasvellinum við Hvaleyrarvatn, tvisvar í Risanum og einu sinni á efra grasinu í Kaplakrika. Síðustu ár hefur verið rúta sem hefur farið frá Kaplakrika á Hvaleyrarvatn en því miður veit ég ekki hvernig staðan er í ár en það kemur í ljós í næstu viku. Ég minni á foreldrafundinn í næstu viku þar sem sumarið verður kortlagt.

Við munum halda áfram að vera með vikuáætlanir hér á síðunni en æfingatímarnir í sumar eru eftirfarandi:

Mánudagar. Risinn 18:00-19:00
Miðvikudagar. Hvaleyrarvatn. 16:15 - 17:30
Fimmtudagar. Risinn 19:00-20:00
Föstudagar. Efra gras. 15:00-16:15

Í næstu viku spilar B-liðið einn leik en A-liðið er í fríi þar sem knattspyrnuskóli KSÍ er á laugarvatni og okkar fulltrúi er fyrirliðinn Viktoría Valdís Guðrúnardóttir og óskum við henni góðs gengis.

Æfingaáætlun 7.júní - 19.júní

7.júní. Sunnudagur. Risinn. 17:00 -18:00
8.júní Mánudagur. Risinn 18:00 - 19:00
9.júní. Þriðjudagur. Íslandsmót B-lið. Breiðablik-FH 17:00 Smárahvammsvöllur
10.júní. Miðvikudagur. Hvaleyrarvatn. 16:15-17:30 - Foreldrafundur í Lækjarskóla. 18:00
11.júní. Fimmtudagur. Risinn. 19:00-20:00
12.júní. Föstudagur. Efra gras. 15:00-16:15
15.júní. Risinn. 18:00-19:00
16.júní. Íslandsmót. A-lið. FH-Fylkir 17:00 Kaplakriki
18.júní. Risinn. 19:00-20:00
19.júní. Efra gras. 15:00-16:15

Kv. Þórarinn B.

13 comments:

Anonymous said...

er þá ekki æfing i dag

Anonymous said...

Engin æfing í dag.

Kv. Tóti

Anonymous said...

til hamingju viktoria :D
-kristrun

Anonymous said...

kemst ekki á æfingu á morgunn því ég er að fara í leikhús
-helga

Anonymous said...

kem ekki a æfingu a sunnudaginn ne manudaginn utaf er i sumarbustad. :D
svo a þriðj fer eg til danmerkur og kem 16 eða 15 juni heim man ekki hvort .
-kristrun

Anonymous said...

kemst ekki á æfingu í dag(sunnudag) er að fara í tvítugsafmæli hjá frænku minni.

-Katrín

Anonymous said...

kemst ekki á æfingu á eftir (sunnudag) er nýbúin að vera veik en kem örugglega á mrg .

kv. Alda

Anonymous said...

hæ kem ekki á æfingu í dag er veik.
veit ekki hvort að ég komi heldur á morgun.
Kv.Sara Hólm

Anonymous said...

fyrirgefðu hvað ég lét vita seint, en ég kemst ekki á æfingu í dag. (sunnud.)
-elva björk

Anonymous said...

hææ
heyrðu er að fara til útlanda 10 til 29 júní en kem samt á æfingu í dag (mánud.)

kv.Giovanna

Anonymous said...

hæ, ég kemst ekki á æfingu í dag (mánudagur)

-dagmar .

Anonymous said...

Hæ sorry hvað ég læt vita seint en ég kem/kom ekki á æfingu í dag því að ég er að jafna mig eftir kvef og hálsbólgu en ég kem á miðvikiudaginn!!!!
Kv.SaraHólm

Anonymous said...

það er ekki æfing á mið