Stelpurnar í 3ja unnu frábæran sigur á Skagastelpum í gær.
Í fyrri hálfleik féll allt með FH og þegar 30 mín. voru liðnar af leiknum var staðan orðin 0-3. Óskabyrjun hjá FH en nóg var eftir af leiknum. Undir lok fyrri hálfleiks varð ÍA fyrir áfalli og misstu markmann sinn útaf og í kjölfarið fór útileikmaður í markið. Við mótlætið efldust skagamenn og komust betur inn í leikinn. Þeir unnu stærri svæði á vellinum en náðu aldrei að skapa teljandi hættu. Síðari hálfleikur einkenndist af stöðubaráttu þar sem hvorugt liðið gaf eftir án þess að ógna verulega við mark andstæðinganna.
Markaskorara FH voru þær Aldís Kara (2 mörk) og Kristín sem settann upp í þaknetið úr víti.
Frábær sigur og verðskuldaður hjá stelpunum gegn erfiðum andstæðingum. Nú tekur við tveggja vikna landsleikjapása en næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni þann 8. júlí næstkomandi.
Næsti leikur FH2 er hinsvegar á miðvikudaginn í næstu viku gegn Selfoss á Selfossi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment