Stelpurnar í 3ja fengu Þór frá Akureyri í heimsókn í dag og unnu sigur á báðum liðum.
FH1 vann stóran sigur 10-0 þar sem Aldís Kara gerði 6 mörk, Kristín 2, Hildur 1 og Elísabet 1. Leikurinn var kaflaskiptur en segja má að allt hafi gengið upp í síðari hálfleik.
FH2 vann einnig góðan 6-2 sigur þar stelpurnar lentu undir en unnu sig inn í leikinn. Markaskorarar voru þær Birna Berg með 3, Viktoría, Helga og Elva.
Stelpurnar spiluðu allar í dag, lögðu sig fram og stóðu sig vel.
Einnig er gaman að geta þess að 5 leikmenn úr 4. léku með FH2 þær Dagbjört, Guðrún, Viktoría, Hulda og Elva. Þær hafa flestar áður leikið með 3ja og staðið sig vel. Engin undantekning var á því í dag. Takk fyrir ykkar framlag.
Á morgun mætir svo 2. fl. kv. Þórsstúlkum í Krikanum kl. 14:00. Í liði 2. fl. verða þær Una, Ástrós, Hildur, Elísabet, Kristín og Aldís úr 3ja.
Kíkið endilega á leikinn og styðjið stelpurnar.
kv. Davíð
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Birna skoraði 3 mörk og Elva skoraði 1 mark
-elísabet
Rétt skal vera rétt. Takk fyrir þetta.
kv. Davíð
Post a Comment