Það var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri sterkara því FH sótti án afláts og skapaði fjölda færa. Staðan í hálfleik var 6-0 þar sem sóknartríó FH var allt í öllu. Í síðari hálfleik róaðist leikurinn, FH bætti við marki en það gerðu gestirnir einnig.
Markaskorarar FH voru þær Aldís Kara (3 mörk), Kristín, Sigmundína, Hanna og Ebba.
Auk Aldísar og Kristínar voru þær Una, Ástrós, Hildur og Elísabet í liði 2. fl. Þær komu allar við sögu og stóðu sig vel.
Næsti leikur 2. fl. er gegn Breiðabliki á fimmtudag í Kópavogi kl. 20:00.
Hvernig væri að mæta og fylgjast með þessu skemmtilega liði.
No comments:
Post a Comment