FH-stelpurnar máttu lúta í gras að loknum leik í Frostaskjóli í kvöld, eins marks tap staðreynd. Einu sem oftar áttu stelpurnar góðan leik þar sem þær á löngum köflum höfðu tökin en mörkin láta á sér standa. Líkt og í blika-leiknum á mánudagskvöld skora andstæðingarnir sitt mark úr víti og nú á upphafsmínútum leiksins. Uppfrá því sóttu FH-ingar nánast allan leikinn en náðu ekki að skapa sér verulega góð færi. Og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Það þarf að skora til að vinna.
Nú er svo komið að afdrif FH í riðlinum er háð úrslitum í öðrum leikjum. Það þýðir samt ekki öll von sé úti. Þvert á móti. Möguleikinn er enn til staðar og það sem við getum gert til að auka þá möguleika er að halda áfram að spila vel og vinna þá leiki sem eftir eru. Enn eru 12 stig í pottinum og nú er ekkert sem heitir ...við tökum þessi stig og bíðum þess að hin liðin missstígi sig.
Auk þess er framundan undanúrslitaleikur í bikarnum gegn Fylkir á Fylkisvelli kl. 12:00 á sunnudag. Þann leik ætla þær sér að vinna til að koma sér í fyrsta úrslitaleikinn í sumar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment