Thursday, June 05, 2008

4.Flokkur. Æfingartafla fyrir sumarið, Vinna á sunnudaginn og dagskrá næstu daga

Heil og sæl

Æfingartaflan fyrir sumarið er hér fyrir neðan og tekur hún gildi í næstu viku.

Næsta æfing verður hinsvegar á sunnudaginn, 16:30 á efra grasinu..

Vinna á leik FH og Fjölnis

Kvennaráð vantar 8-10 stúlkur í vinnu í sjoppunni á sunnudaginn á leik FH og Fjölnis klukkan 14:00. Ég veit að það eru margar að fara út á land en þið sem eruð í bænum skulið skrá ykkur hér inn á vefnum ef þið getið unnið. Þær sem skrá sig fyrst ganga fyrir.

Æfingartafan fyrir sumarið

Mánudagar. Hvaleyrarvatn. 16:30. Rúta fer frá Kapalkrika 16:15
Þriðjudagar. Risinn. 18:00-19:30
Miðvikudagar. Hvaleyrarvatn 16:30. Rúta fer frá Kaplakrika 16:15
Föstudagar. Risinn/Efragras. 15:00

Æfingatímar geta breyst þegar leikdagar eru. Eins og ég sagði ykkur á mánudaginn þá færist Stjörnuleikurinn til,B-liðið spilar næsta þriðjudag 17:30 upp á efra grasi en leikdagur fyrir A-lið verður seinna í sumar.

Kv. Þórarinn B.

12 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ stelpur

Öll vinna á leikjunum hjá meistaraflokki karla er sjálfboðavinna - allir peningar sem koma úr sjoppunum fara beint í rekstur meistaraflokks og 2.flokks kvenna. Með því að hjálpa okkur í meistaraflokksráði kvenna í sjoppunni eruð þið í raun að hjálpa til við að búa til öflugann meistaraflokk sem þið verðið vonandi sem flestar komnar í eftir nokkur ár (enda eruð þið ógeðslega góðar :O) - og FH verður að sjálfsögðu þá komið i toppbaráttuna þá í kvennaboltanum.
P.S þar sem að þið farið á æfingu næstm beint eftirleikinn munum við bjóða upp á ávexti/djús/heilsukex í staðinn fyrir pizzuna.....EINNIG munum við í haust í mótslok halda SJÁLFBOÐAVINNUPARTÝ fyrir alla sem hafa hjálpað okkur í sumar

Kærar þakkir fyrir að að aðstoða okkur og vera þar með stuðningsmenn meistara- og 2-flokks kvenna

f.h meistaraflokksráð kvenna
Helga Friðriks

Anonymous said...

Hæj, Tóti ! ..
Er æfing í dag (föstud.) ?
Ef hún er þá kemst ég ekki á hana. Það er enginn heima til að skutla mér eða neitt svoleiðis ! :)

Elva Björk :)

Anonymous said...

ég get örugglega unnið í sjoppunni á leiknum

Anonymous said...

Hæhæ ;)
Guðný hérna !

Ég er til í að vinna á sunnudaginn. :)

Anonymous said...

Hæhæ Tóti, ég kemst því miður ekki á æfingu á sunnudaginn því við erum að fara að fá okkur hund og hann er að koma í aðlögun í húsinu okkar og það er betra að allir í fjölskyldunni verða og fólkið sem kemur með hundinn kemst bara á þessum tíma !
p.s. en ég kem á næstu æfingu á mánudaginn ! 8)
- Helga S.

Anonymous said...

ég reyni að koma á æfingu á sunnudaginn en er sko uppí bústað og ætlim að fara heim á sunnudaginn en reyni að koma

Anonymous said...

hæ komst ekki í dag var í útileigu

Anonymous said...

hæ tóti kemst ekki á æfingu er ennþá veik
-sheela rose

Anonymous said...

Hæ Tóti hvenar eigum við að mæta á mrg ?

Anonymous said...

Kv. Hafdís

Anonymous said...

ég vissi ekki að það var æfing í gær þriðjudag því það var leikur svo ég missti af henni

Kv elín

Anonymous said...

hæ tóti er ennþá veik svo ég kemst ekki á neinar æfingar kem örruglega næstu viku
-sheela rose